Courtois markvörður ársins | Gavi besti ungi leikmaðurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 23:31 Thibaut Courtois og Gavi hlutu verðlaun í kvöld. EPA-EFE/Getty Images Karim Benzema og Alexia Putellas hlutu í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Einnig var opinberað hver var kosinn besti ungi leikmaður heims, hver væri markvörður og framherji ársins sem og hvað væri félag ársins. Aðeins á þetta þó við um karla megin þar sem slík verðlaun eru ekki enn veitt í kvennaflokki. Thibaut Courtois, markvörður Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, var valinn markvörður ársins. Hann var hreint út sagt stórkostlegur þegar Real lagði Liverpool 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér sinn 14. Evróputitil. Courtois endaði í 7. sæti í kosningunn um Gullboltann. Á eftir belgíska markverðinum komu Brasilíumennirnir Alisson Becker [Liverpool] og Ederson ]Manchester City]. pic.twitter.com/zQVproFkzo— Thibaut Courtois (@thibautcourtois) October 17, 2022 Robert Lewandowski var valinn framherji ársins. Lewandowski var frábær í liði Bayern München á síðustu leiktíð þegar liðið vann þýsku úrvalsdeildina með yfirburðum. Þar skoraði Lewandowski 35 mörk í 34 leikjum ásamt því að leggja upp tvo til viðbótar. Bæjarar duttu hins vegar mjög svo óvænt út gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lewandowski skoraði 13 mörk í tíu leikjum í keppninni ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Framherjinn spilar fyrir Barcelona á Spáni í dag og hefur skorað 14 mörk í 13 leikjum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Lewandowski endaði í 4. sæti í kosningunni um Gullboltann. . . .#trophéeGerdMuller pic.twitter.com/M8VU4hcxNJ— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 17, 2022 Hinn 18 ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, betur þekktur sem Gavi, hlaut Kopa verðlaunin í ár en þau hlýtur besti ungi leikmaðurinn ár hvert. Samherji hans hjá Barcelona, Pedri, hlaut verðlaunin á síðustu leiktíð. Only a Kopa Trophy winner could balance the ball like that... Well done Gavi! pic.twitter.com/tMPmrizHzd— LaLigaTV (@LaLigaTV) October 17, 2022 Þá var Manchester City valið félag ársins. Liðið varð Englandsmeistari ásamt því að fara alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Real Madrid. Manchester City is the club of the year!Congrats #clubdelannée #ballondor pic.twitter.com/BtftAv5XWL— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022 Fótbolti Belgía Spánn Tengdar fréttir Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15 Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Thibaut Courtois, markvörður Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, var valinn markvörður ársins. Hann var hreint út sagt stórkostlegur þegar Real lagði Liverpool 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér sinn 14. Evróputitil. Courtois endaði í 7. sæti í kosningunn um Gullboltann. Á eftir belgíska markverðinum komu Brasilíumennirnir Alisson Becker [Liverpool] og Ederson ]Manchester City]. pic.twitter.com/zQVproFkzo— Thibaut Courtois (@thibautcourtois) October 17, 2022 Robert Lewandowski var valinn framherji ársins. Lewandowski var frábær í liði Bayern München á síðustu leiktíð þegar liðið vann þýsku úrvalsdeildina með yfirburðum. Þar skoraði Lewandowski 35 mörk í 34 leikjum ásamt því að leggja upp tvo til viðbótar. Bæjarar duttu hins vegar mjög svo óvænt út gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lewandowski skoraði 13 mörk í tíu leikjum í keppninni ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Framherjinn spilar fyrir Barcelona á Spáni í dag og hefur skorað 14 mörk í 13 leikjum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Lewandowski endaði í 4. sæti í kosningunni um Gullboltann. . . .#trophéeGerdMuller pic.twitter.com/M8VU4hcxNJ— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 17, 2022 Hinn 18 ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, betur þekktur sem Gavi, hlaut Kopa verðlaunin í ár en þau hlýtur besti ungi leikmaðurinn ár hvert. Samherji hans hjá Barcelona, Pedri, hlaut verðlaunin á síðustu leiktíð. Only a Kopa Trophy winner could balance the ball like that... Well done Gavi! pic.twitter.com/tMPmrizHzd— LaLigaTV (@LaLigaTV) October 17, 2022 Þá var Manchester City valið félag ársins. Liðið varð Englandsmeistari ásamt því að fara alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Real Madrid. Manchester City is the club of the year!Congrats #clubdelannée #ballondor pic.twitter.com/BtftAv5XWL— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022
Fótbolti Belgía Spánn Tengdar fréttir Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15 Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15
Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00