Handkastið: Getum við ekki lengur treyst á að Aron verði með? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 10:00 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/hulda margrét Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, segir að þeir dagar að íslenska landsliðið geti treyst á að Aron Pálmarsson verði með því séu líklega liðnir. Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01