„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:09 Þorleifur Þorleifsson var með frábæran stuðningsmannahóp sem hann var afar þakklátur fyrir. @icelandbackyardultra „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39