Svava Rós lék allan leikinn í fremstu línu Brann er liðið fékk Stabæk í heimsókn í umspilinu um norska meistaratitilinn. Svava Rós var ekki á skotskónum í dag en það kom ekki að sök þar sem heimaliðið skoraði þrjú mörk, tvö í fyrri hálfleik og eitt undir lok leiks.
Lokatölur 3-0 sem þýðir að Brann er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
90+4 min: Der er det over på Stemmemyren, og vi vinner 3-0 over Stabæk pic.twitter.com/Cy8QCqvicU
— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) October 16, 2022
Kristianstad heimsótti Örebro vitandi að liðið yrði að vinna til að halda í vonina um að geta náð toppliði Rosengård. Það voru hins vegar heimakonur sem byrjuðu betur og voru 1-0 yfir í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Berglind Rós og staðan orðin 2-0 Örebro í vil.
Gestirnir náðu að minnka muninn áður en Örebro komst 3-1 yfir. Kristianstad minnkaði muninn undir lok leiks en það dugði ekki til.

Amanda Andradóttir lék allan leikinn í liði Kristianstad og þá kom Emelía Óskarsdóttir inn af bekknum i síðari hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir er svo sem fyrr þjálfari Kristianstad.
Staðan í deildinni er þannig að Kristianstad er nú í 4. sæti með 49 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru sem fyrr á toppnum með 57 stig.