De Jong ósáttur hjá Barcelona | Liverpool hefur áhuga Atli Arason skrifar 16. október 2022 14:00 Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona. EPA-EFE/Alejandro Garcia Hollendingurinn Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, er sagður óánægður með stöðu sína hjá Barcelona og farinn að íhuga að brottför frá félaginu. Leikmaðurinn var helsta umræðuefnið í félagaskiptaglugganum í sumar en lengi var talið að hann myndi fara til Manchester United. Barcelona og Manchester United náðu samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en De Jong vildi sjálfur ekki yfirgefa Barcelona. Nú er hins vegar staðan önnur og Liverpool hefur blandað sér í kapphlaupið um De Jong miðað við nýjustu tíðindi frá Englandi. Liverpool hefur verið að leita sér að nýjum miðjumanni undanfarið. Félagið var á eftir Aurelien Tchouameni í sumar sem á endanum valdi Real Madrid fram yfir Liverpool. Þá sótti félagið Arthur Melo á lánssamningi frá Juventus á lokadegi félagaskiptagluggans en Arthur meiddist skömmu síðar og verður frá keppni í allt að fjóra mánuði. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þó enn þá áhuga á leikmanninum þrátt fyrir að hann neitaði United í sumar. Það gæti því stefnt í áhugaverða baráttu Liverpool og Manchester United um undirskrift De Jong í janúar. Ósáttur með framkomu Barcelona Barcelona vildi losna við De Jong í félagaskiptaglugganum í sumar en De Jong hefur greint frá því að bæði knattspyrnustjóri liðsins, Xavi, og forseti félagsins, Joan Laporta, þrýstu á hann að yfirgefa félagið. Á þessu tímabili hefur De Jong oftar en ekki þurft að sætta sig við að koma inn af varamannabekk Barcelona og það angrar Hollendinginn að fá ekki að taka þátt í mikilvægum leikjum félagsins. Frenkie de Jong er hins vegar í byrjunarliði Barcelona sem mætir Real Madrid í stærsta leik Spánar. Leikurinn hefst klukkan 14.15. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Leikmaðurinn var helsta umræðuefnið í félagaskiptaglugganum í sumar en lengi var talið að hann myndi fara til Manchester United. Barcelona og Manchester United náðu samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en De Jong vildi sjálfur ekki yfirgefa Barcelona. Nú er hins vegar staðan önnur og Liverpool hefur blandað sér í kapphlaupið um De Jong miðað við nýjustu tíðindi frá Englandi. Liverpool hefur verið að leita sér að nýjum miðjumanni undanfarið. Félagið var á eftir Aurelien Tchouameni í sumar sem á endanum valdi Real Madrid fram yfir Liverpool. Þá sótti félagið Arthur Melo á lánssamningi frá Juventus á lokadegi félagaskiptagluggans en Arthur meiddist skömmu síðar og verður frá keppni í allt að fjóra mánuði. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þó enn þá áhuga á leikmanninum þrátt fyrir að hann neitaði United í sumar. Það gæti því stefnt í áhugaverða baráttu Liverpool og Manchester United um undirskrift De Jong í janúar. Ósáttur með framkomu Barcelona Barcelona vildi losna við De Jong í félagaskiptaglugganum í sumar en De Jong hefur greint frá því að bæði knattspyrnustjóri liðsins, Xavi, og forseti félagsins, Joan Laporta, þrýstu á hann að yfirgefa félagið. Á þessu tímabili hefur De Jong oftar en ekki þurft að sætta sig við að koma inn af varamannabekk Barcelona og það angrar Hollendinginn að fá ekki að taka þátt í mikilvægum leikjum félagsins. Frenkie de Jong er hins vegar í byrjunarliði Barcelona sem mætir Real Madrid í stærsta leik Spánar. Leikurinn hefst klukkan 14.15.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira