Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni. Við sýnum frá samstöðufundi sem fram fór í dag.

Þá munum við greina frá verðlaunaafhendingu sem fram fer um klukkan hálf sjö á Hringborði Norðurslóðanna í beinni útsendingu.

Við förum út í heim og greinum frá bóðugri skýrslu Amnesty international um stöðu barna í mótmælunum í Íran. Að minnsta kosti 23 börn voru drepin í mótmælunum á síðustu tíu dögum septembermánaðar. 

Þúsundir kvenna hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um bann við innflutningi áfengis og bændur í Breiðafirði vilja fá að skjóta fleiri seli. Þetta eru dæmi um þau mál sem Alþingi varð að taka fyrir í lok 19. aldar en Óttar Proppé leit við á skjalasafni Alþingis ásamt prófessor í stjórnmálafræði.

Þá heimsækjum við konu sem hélt sextán sinnum upp á 49 ára afmælið sitt til styrkjar Kvennaathvarfinu og ræðum við ungan mann sem heldur vinsæl skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×