Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. október 2022 16:40 Amini var einungis 22 ára þegar hún lést í haldi siðgæðislögreglu. EPA/Abedin Taherkenareh Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“ Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45