Stjórnarkreppa í Katalóníu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2022 16:07 Pere Aragones, forseti héraðsstjórnarinnar í Katalóníu. Kike Rincon/Getty Images Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug. Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira