Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi
![Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun mæla fyrir frumvarpinu.](https://www.visir.is/i/B3FFB3E90DC1E0EF3C91D3882626663DFF6318894FA05F6361164150211477BB_713x0.jpg)
Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu.