Kara Saunders lætur CrossFit samtökin heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 08:31 Kara Saunders með dóttur sinni Scotti. Instagram/@crossfitgames Ástralar eru stórveldi í CrossFit íþróttinni enda eiga þeir sexfaldan heimsmeistara í kvennaflokki, Tia-Clair Toomey-Orr. Ein af bestu CrossFit konunum í sögu þessa heimshluta er mjög ósátt með hlutskipti Ástralíu í nýrri undankeppni fyrir heimsleikana. Toomey-Orr er sú eina í sögunni, hvort sem um ræðir karla eða konur, sem hefur unnið sex heimsmeistaratitla. Hún hefur verið með mikla yfirburði síðustu sex ár og rétt missti af heimsmeistaratitlinum til Katrínar Tönju Davíðsdóttir tvö ár þar á undan. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair er ekki sú eina öfluga CrossFit-kona frá Ástralíu því þaðan kemur einnig Kara Saunders. Nýjar breytingar á undankeppni heimsleikanna fóru mjög illa í Köru þar sem Norður-Ameríka og Evrópa fá sérstaka meðferð en Ástralía er sett í sama flokk með Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Norður-Ameríku fær tvö sextíu manna undanúrslit og Evrópu ein sextíu manna undanúrslit. CrossFit samtökin munu sjá um þau en hinar svæðakeppnirnar verða í umsjón annarra og þar komast aðeins þrjátíu efstu að. Kara Saunders hefur keppt á tíu heimsleikum og var sú fyrsta sem kom til baka strax inn á heimsleika eftir að hafa eignast barn. Okkar Anníe Mist Þórisdóttir fylgdi síðan í kjölfarið og kom til baka innan við ári eftir að hafa eignast Freyju Mist. Kara hneykslaðist á því í viðtali við Morning Chalk Up vefinn af hverju Ástralíu er enn á ný sett í annan flokk á eftir Norður-Ameríku og Evrópu. „Þetta er fáránlegt,“ sagði Kara Saunders. „Mín fyrri reynsla af þessum undanúrslitum er að með því að láta utanaðkomandi aðila sjá um keppnina þá býr það til möguleika á ósanngjarni keppni, bæði hvað varðar æfingarnar sjálfar en eins með meðferðina á ákveðnum keppendum,“ sagði Kara. „Ég er orðin hundleið á því að Ástralía sé aldrei talin vera stórþjóð í þessu sporti. Besta CrossFit kona allra tíma er áströlsk og ef ég segi alveg eins og er þá var eina leiðin fyrir hana til að öðlast einhverja virðingu að flytjast búferlum til Bandaríkjanna,“ sagði Kara. Kara fagnar því samt að svæðakeppnin er komin aftur. „Ég sjálf elskaði svæðakeppnisárin vitandi það að það var samræmi út um allan heim,“ sagði Kara. CrossFit Tengdar fréttir Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. 12. október 2022 08:31 Vasaklútamyndband þegar Kara Saunders fékk loksins að faðma stelpuna sína CrossFit konan Kara Saunders getur loksins verið hún sjálf á ný og með fjölskyldu sinni eftir að hafa fengið í gegnum hálfgert helvíti síðustu vikur. 19. ágúst 2021 11:30 Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Toomey-Orr er sú eina í sögunni, hvort sem um ræðir karla eða konur, sem hefur unnið sex heimsmeistaratitla. Hún hefur verið með mikla yfirburði síðustu sex ár og rétt missti af heimsmeistaratitlinum til Katrínar Tönju Davíðsdóttir tvö ár þar á undan. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair er ekki sú eina öfluga CrossFit-kona frá Ástralíu því þaðan kemur einnig Kara Saunders. Nýjar breytingar á undankeppni heimsleikanna fóru mjög illa í Köru þar sem Norður-Ameríka og Evrópa fá sérstaka meðferð en Ástralía er sett í sama flokk með Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Norður-Ameríku fær tvö sextíu manna undanúrslit og Evrópu ein sextíu manna undanúrslit. CrossFit samtökin munu sjá um þau en hinar svæðakeppnirnar verða í umsjón annarra og þar komast aðeins þrjátíu efstu að. Kara Saunders hefur keppt á tíu heimsleikum og var sú fyrsta sem kom til baka strax inn á heimsleika eftir að hafa eignast barn. Okkar Anníe Mist Þórisdóttir fylgdi síðan í kjölfarið og kom til baka innan við ári eftir að hafa eignast Freyju Mist. Kara hneykslaðist á því í viðtali við Morning Chalk Up vefinn af hverju Ástralíu er enn á ný sett í annan flokk á eftir Norður-Ameríku og Evrópu. „Þetta er fáránlegt,“ sagði Kara Saunders. „Mín fyrri reynsla af þessum undanúrslitum er að með því að láta utanaðkomandi aðila sjá um keppnina þá býr það til möguleika á ósanngjarni keppni, bæði hvað varðar æfingarnar sjálfar en eins með meðferðina á ákveðnum keppendum,“ sagði Kara. „Ég er orðin hundleið á því að Ástralía sé aldrei talin vera stórþjóð í þessu sporti. Besta CrossFit kona allra tíma er áströlsk og ef ég segi alveg eins og er þá var eina leiðin fyrir hana til að öðlast einhverja virðingu að flytjast búferlum til Bandaríkjanna,“ sagði Kara. Kara fagnar því samt að svæðakeppnin er komin aftur. „Ég sjálf elskaði svæðakeppnisárin vitandi það að það var samræmi út um allan heim,“ sagði Kara.
CrossFit Tengdar fréttir Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. 12. október 2022 08:31 Vasaklútamyndband þegar Kara Saunders fékk loksins að faðma stelpuna sína CrossFit konan Kara Saunders getur loksins verið hún sjálf á ný og með fjölskyldu sinni eftir að hafa fengið í gegnum hálfgert helvíti síðustu vikur. 19. ágúst 2021 11:30 Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. 12. október 2022 08:31
Vasaklútamyndband þegar Kara Saunders fékk loksins að faðma stelpuna sína CrossFit konan Kara Saunders getur loksins verið hún sjálf á ný og með fjölskyldu sinni eftir að hafa fengið í gegnum hálfgert helvíti síðustu vikur. 19. ágúst 2021 11:30
Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30