Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2022 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson setur Hringborð norðurslóða í Hörpu í dag. Vilhelm Gunnarsson Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon, krónprins Noregs, mæta til þingsins. Við aðalinngang Hörpu tók stofnandi Hringborðsins á móti krónprinsinum. Ólafur Ragnar fylgir Hákoni, krónprins Noregs, um sali Hörpu.Bjarni Einarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar, formaður Hringborðs norðurslóða. Þannig hafi Noregur sent í fyrsta sinn einn sinn æðsta fulltrúa, krónprinsinn. Einnig Kanada, með sinn þjóðhöfðingja, Mary Simon. Bandaríkin og Indland sendi bæði öflugar sendinefndir. Sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Frá setningarathöfninni í dag. Um tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.Vilhelm Gunnarsson Þótt enska sé tungumál þingsins prófaði krónprins Noregs okkar ylhýra. „Góðan daginn, kæru vinir,“ sagði Hákon á íslensku. Og hrósaði svo Ólafi Ragnari: „Þér og samtökum þínum hefur tekist að skapa öflugan vettvang til að ræða málefni norðurslóða á breiðum grundvelli. Þetta verður æ mikilvægara, ekki aðeins fyrir þá sem búa á norðurslóðum heldur fyrir allan heiminn,“ sagði krónprinsinn. Hákon, krónprins Noregs, og Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars.Vilhelm Gunnarsson Um tvö þúsund manns frá yfir sextíu löndum taka þátt í þinginu, sem stendur fram á laugardag. Það vantar hins vegar algerlega fulltrúa frá einu landi, því stærsta á norðurslóðum, Rússlandi. Ólafur Ragnar bendir á að mörgum mánuðum fyrir Úkraínustríðið hafi Rússar verið búnir að draga sig út úr umræðum sem þessum. „Þannig að óháð þessum erfiðleikum í Evrópu og þessu hræðilega stríði, og hvað Rússar kjósa að gera og hvernig þeir vilja einangra sig, eða aðrir einangra þá, þá höldum við okkar strik,“ segir Ólafur Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar í fullri lengd má sjá hér: Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon, krónprins Noregs, mæta til þingsins. Við aðalinngang Hörpu tók stofnandi Hringborðsins á móti krónprinsinum. Ólafur Ragnar fylgir Hákoni, krónprins Noregs, um sali Hörpu.Bjarni Einarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar, formaður Hringborðs norðurslóða. Þannig hafi Noregur sent í fyrsta sinn einn sinn æðsta fulltrúa, krónprinsinn. Einnig Kanada, með sinn þjóðhöfðingja, Mary Simon. Bandaríkin og Indland sendi bæði öflugar sendinefndir. Sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Frá setningarathöfninni í dag. Um tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.Vilhelm Gunnarsson Þótt enska sé tungumál þingsins prófaði krónprins Noregs okkar ylhýra. „Góðan daginn, kæru vinir,“ sagði Hákon á íslensku. Og hrósaði svo Ólafi Ragnari: „Þér og samtökum þínum hefur tekist að skapa öflugan vettvang til að ræða málefni norðurslóða á breiðum grundvelli. Þetta verður æ mikilvægara, ekki aðeins fyrir þá sem búa á norðurslóðum heldur fyrir allan heiminn,“ sagði krónprinsinn. Hákon, krónprins Noregs, og Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars.Vilhelm Gunnarsson Um tvö þúsund manns frá yfir sextíu löndum taka þátt í þinginu, sem stendur fram á laugardag. Það vantar hins vegar algerlega fulltrúa frá einu landi, því stærsta á norðurslóðum, Rússlandi. Ólafur Ragnar bendir á að mörgum mánuðum fyrir Úkraínustríðið hafi Rússar verið búnir að draga sig út úr umræðum sem þessum. „Þannig að óháð þessum erfiðleikum í Evrópu og þessu hræðilega stríði, og hvað Rússar kjósa að gera og hvernig þeir vilja einangra sig, eða aðrir einangra þá, þá höldum við okkar strik,“ segir Ólafur Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar í fullri lengd má sjá hér:
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52
Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53