Taminn forystuhrútur í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2022 21:30 Eysteinn, Fróði og Móri eru mikli vinir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystuhrúturinn Móri í Skagafirði þykir einstaklega fær þegar kemur að því að hlaupa samhliða hesti í bandi með bjölluna sína. Bóndinn á bænum, sem hefur tamið Móra notar hann mikið þegar hann er að smala því kindurnar laðast að Móra og síðan hleypur hann með þær heim á bæ. Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sjá meira
Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sjá meira