Fór í legnám og missir af næstu leikjum Englandsmeistara Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:30 Emma Hayes mun missa af næstu leikjum Chelsea. Harriet Lander/Getty Images Þjálfari Englandsmeistara Chelsea, Emma Hayes, mun missa af næstu leikjum liðsins eftir að hafa farið í legnám. Frá þessu greindi hún á Twitter-síðu sinni fyrr í dag, fimmtudag. Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Sjá meira
Emma Hayes hefur unnið magnað starf hjá Chelsea en hún hefur stýrt liðinu undanfarinn áratug. Undir hennar stjórn hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla. Chelsea byrjaði tímabilið á óvæntu tapi gegn nýliðum Liverpool en hefur síðan unnið Manchester City og West Ham United. Sem stendur situr liðið í þriðja sæti með sex stig líkt og Arsenal, Manchester United, Aston Villa og Everton. Nú er ljóst að liðið verður án þjálfara síns og mun aðstoðarþjálfarinn Denise Reddy stýra liðinu í næstu leikjum ásamt Paul Green. Ástæðan er sú að hin 45 ára gamla Hayes þarf tíma til að jafna sig eftir að hafa gengist undir legnám. Opnaði hún sig á samfélagsmiðlum varðandi aðgerðina sem var eina leið hennar í baráttu við sjúkdóminn endómetríósa, áður kallað legslímuflakk. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka. Í yfirlýsingunni biður Emma um tíma og þolinmæði meðan hún jafnar sig. Jafnframt þakkar hún eigendum Chelsea og starfsfólki félagsins fyrir stuðninginn. Hún tekur fram að hún reikni með að ná fullum bata og segist hlakka til að sjá fólk á vellinum þegar fram líða stundir. Time to heal. I m so grateful for all the support and I will be back soon x pic.twitter.com/iM9hSF60AT— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) October 13, 2022 Nánar má lesa um endómetríósa á vefnum endo.is.
Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Hann lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur einstaklingur með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Sjá meira