Leitar skýringa á halla vegna þjónustu við fatlað fólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, vill sveitarfélögin í lið með sér í leit að lausnum og skýringum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi í sameiningu að leita skýringa og lausna vegna fjárhagslegs halla við þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð. Guðmundur Ingi ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Ráðherra fagnaði því að fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð væri til umræðu. Um leið undirstrikaði hann þann mikla fjárhagslega halla sem væri á þjónustu við málaflokkinn hjá sveitarfélögum. Það væri alvarleg staða sem ríki og sveitarfélög þyrftu að takast á við í sameiningu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála á Facebook í gær. Fleiri sveitarstjórar hafa talað á svipuðum nótum. „Það er ljóst að flutningur á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur ekki gengið sem skyldi. Vanfjármögnum málaflokksins er ein megin orsök fjárhagsvanda sveitarfélaga í landinu. Nú er tilefni að mínu mati til að skoða hvort ekki sé heillavænlegast að ríkið taki aftur við málaflokknum,“ sagði Rósa. Guðmundur Ingi segir að í sameiningu leiti nú ríki og sveitarfélög skýringa. Fram kom í máli hans að starfshópur sem hann hefði skipað í upphafi sumars ætti að skila tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga á grundvelli kortlagningar og rýni sem hópnum væri jafnframt falið að vinna. Ráðherra hefði óskað eftir því að fyrstu tillögur hópsins lægju fyrir í desember næstkomandi. Guðmundur Ingi minnti sömuleiðis á að stórir hlutir væru í farvatninu í málaflokknum, enda væri kveðið á um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinna við gerð framkvæmdaáætlunar, eða landsáætlunar, á grundvelli samningsins væri að hefjast í þessum mánuði. „Við eigum enn þá talsvert langt í land með að jafna tækifæri fatlaðs fólks á við ófatlað fólk. Tækifæri til mennta eru færri. Möguleikar á vinnumarkaði eru minni. En á sama tíma er framlag fatlaðs fólks til samfélagsins meira en við gerum okkur oft grein fyrir,“ sagði hann. „Meiri fjölbreytileika fylgir opnara, manneskjulegra og betra samfélag. Vanmetum ekki kraftinn í fötluðu fólki og framlagi þess og hjálpumst að við það á næstu árum að tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga á vef Stjórnarráðsins. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðmundur Ingi ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Ráðherra fagnaði því að fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð væri til umræðu. Um leið undirstrikaði hann þann mikla fjárhagslega halla sem væri á þjónustu við málaflokkinn hjá sveitarfélögum. Það væri alvarleg staða sem ríki og sveitarfélög þyrftu að takast á við í sameiningu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála á Facebook í gær. Fleiri sveitarstjórar hafa talað á svipuðum nótum. „Það er ljóst að flutningur á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur ekki gengið sem skyldi. Vanfjármögnum málaflokksins er ein megin orsök fjárhagsvanda sveitarfélaga í landinu. Nú er tilefni að mínu mati til að skoða hvort ekki sé heillavænlegast að ríkið taki aftur við málaflokknum,“ sagði Rósa. Guðmundur Ingi segir að í sameiningu leiti nú ríki og sveitarfélög skýringa. Fram kom í máli hans að starfshópur sem hann hefði skipað í upphafi sumars ætti að skila tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga á grundvelli kortlagningar og rýni sem hópnum væri jafnframt falið að vinna. Ráðherra hefði óskað eftir því að fyrstu tillögur hópsins lægju fyrir í desember næstkomandi. Guðmundur Ingi minnti sömuleiðis á að stórir hlutir væru í farvatninu í málaflokknum, enda væri kveðið á um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinna við gerð framkvæmdaáætlunar, eða landsáætlunar, á grundvelli samningsins væri að hefjast í þessum mánuði. „Við eigum enn þá talsvert langt í land með að jafna tækifæri fatlaðs fólks á við ófatlað fólk. Tækifæri til mennta eru færri. Möguleikar á vinnumarkaði eru minni. En á sama tíma er framlag fatlaðs fólks til samfélagsins meira en við gerum okkur oft grein fyrir,“ sagði hann. „Meiri fjölbreytileika fylgir opnara, manneskjulegra og betra samfélag. Vanmetum ekki kraftinn í fötluðu fólki og framlagi þess og hjálpumst að við það á næstu árum að tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga á vef Stjórnarráðsins.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira