BBC segir frá því að einn til viðbótar hafi særst í árásinni sem gerð var við skemmtistaðinn Teplaren í útjaðri miðborgar Bratislava um klukkan 19 að staðartíma.
Lögregla í Slóvakíu segir að grunaður árásarmaður hafi fundist látinn í morgun.
Lögregla hefur enn ekki gefið upp hvort eitthvað liggi fyrir um ástæður árásarinnar. Fjölmiðlar í Slóvakíu hafa þó sagt frá því að grunaður árásarmaður hafi birt færslur á samfélagsmiðlum sem sýndu að hann væri á móti bæði hinsegin fólki og gyðingum. Er hann sagður hafa verið sonur frambjóðanda úr röðum slóvakísks hægriöfgaflokks.
Slóvakíski forsætisráðherrann Eduard Heger fordæmdi í morgun árásina og sagði öll ofbeldisverk vera óásættanleg. Þá biðlaði forsetinn Zuzana Caputova til stjórnmálamanna að hætta allri hatursorðræðu.