Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira