Heiðursþingmaður sem lifði af dvöl í Auschwitz situr yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. október 2022 11:40 Giorgia Meloni (t.v.), Liliana Segre og Ignazio La Russa. Myndin er samsett. Getty/Antonio Masiello, Mondadori Portfolio, Liliana Segre, 92 ára kona sem lifði af helförina mun sitja yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins eftir nýliðnar kosningar. Segre er heiðursþingmaður á ítalska þinginu og eina manneskja fjölskyldu sinnar sem lifði dvöl í Auschwitz af. Stjórnmálafólk Ítalíu sem hlaut kjör fyrir skömmu hefur verið gagnrýnt fyrir öfgafullar skoðanir og að sýna verkum Mussolini stuðning. Reuters greinir frá því að fyrsta verk þingsins verði líklega að kjósa sér þingforseta en líklegur til þess að hreppa þann titil sé Ignazio La Russa. La Russa er meðlimur stjórnmálaflokksins „Bræður Ítalíu“ en flokkurinn hlaut flest þingsæti eftir kosningarnar í september síðastliðnum. Leiðtogi flokksins er hin hægri sinnaða Giorgia Meloni en hún hefur sagst ekki líta á sig sem fasista þrátt fyrir að hún hafi sem unglingur verið meðlimur í ungliðahreyfingu fasista sem studdi Benito Mussolini. Myndbönd sem birst hafi árið 2018 af La Russa, sem ber millinafnið Benito, eru sögð hafa sýnt safn hans af munum sem minni á tíma Ítalíu undir stjórn Mussolini. Mussolini var fasískur einræðisherra á Ítalíu á árunum 1922 til 1945 en hann myndaði bandalag með alræmda nasíska einræðisherranum Adolf Hitler. Hann samþykkti einnig lög sem leiddu til dauða nærri sex þúsund ítalskra gyðinga í útrýmingarbúðum. Fyrsti þingfundurinn hefur atburðarrásina sem leiðir til þess að forseti Ítalíu veitir leiðtogum stjórnmálaflokka stjórnarmyndunarumboð. Búist er við því að fundir forseta og flokkaleiðtoga eigi sér stað fyrir lok október. Líkur eru á því að Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu Ítalíu. Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Reuters greinir frá því að fyrsta verk þingsins verði líklega að kjósa sér þingforseta en líklegur til þess að hreppa þann titil sé Ignazio La Russa. La Russa er meðlimur stjórnmálaflokksins „Bræður Ítalíu“ en flokkurinn hlaut flest þingsæti eftir kosningarnar í september síðastliðnum. Leiðtogi flokksins er hin hægri sinnaða Giorgia Meloni en hún hefur sagst ekki líta á sig sem fasista þrátt fyrir að hún hafi sem unglingur verið meðlimur í ungliðahreyfingu fasista sem studdi Benito Mussolini. Myndbönd sem birst hafi árið 2018 af La Russa, sem ber millinafnið Benito, eru sögð hafa sýnt safn hans af munum sem minni á tíma Ítalíu undir stjórn Mussolini. Mussolini var fasískur einræðisherra á Ítalíu á árunum 1922 til 1945 en hann myndaði bandalag með alræmda nasíska einræðisherranum Adolf Hitler. Hann samþykkti einnig lög sem leiddu til dauða nærri sex þúsund ítalskra gyðinga í útrýmingarbúðum. Fyrsti þingfundurinn hefur atburðarrásina sem leiðir til þess að forseti Ítalíu veitir leiðtogum stjórnmálaflokka stjórnarmyndunarumboð. Búist er við því að fundir forseta og flokkaleiðtoga eigi sér stað fyrir lok október. Líkur eru á því að Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu Ítalíu.
Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
„Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22
Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21