Erlent

Sögð hafa gert til­raun til þess að myrða sama ný­burann fjórum sinnum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Réttarhöldin yfir Letby halda áfram á morgun.
Réttarhöldin yfir Letby halda áfram á morgun. Getty/Christopher Furlong

Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016.

Spítalinn sem Letby starfaði á heitir Countess of Chester spítalinn og er staðsettur í Chester í Englandi. Ákæruvaldið segir hana hafa gert tilraun til þess að myrpa sum barnanna nokrum sinnum. Letby hefur neitað sök. Guardian og Sky News greina frá þessu.

Letby er meðal annars sökuð um að nota insúlín til þess að bana börnunum.

Tilfelli barnanna eru skráð eftir stafrófinu á meðan réttarhöldunum stendur en í dag var meðal annars farið yfir mál barns I. Letby er sökuð um að hafa reynt að bana barni I fjórum sinnum áður en henni á að hafa tekist það að lokum. Álit sérfræðings sé að niðurstöður rannsókna gefi sterklega í skyn að dauða barns I hafi borið að með óeðlilegum hætti. Barninu er einnig sagt hafa batnað á milli tilfella þegar Letby hafi ekki verið nærri.

Einnig hafi Letby viðurkennt að hún hafi sent foreldrum barns I samúðarkort, geymt mynd af kortinu í síma sínum og leitað að foreldrum barnsins á Facebook. Einnig hafi hún leitað að foreldrum þriggja barna sem hún er sökuð um að hafa banað á degi þar sem hún var ekki á vakt.

Réttarhöldin yfir Letby halda áfram á morgun, búist er við að ákæruvaldið ljúki framsögu sinni þá og verjendur Letby taki við. Áætlað að réttarhöldin muni standa yfir í allt að sex mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×