Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Lauren Fisher æfðu saman fyrir síðasta heimsleikatímabil þar sem Anníe og Lauren kepptu síðan saman í liðakeppninni. Katrín Tanja komst ekki á leikana en nú er að sjá hvort breytt fyrirkomulag opni aftur leið fyrir hana þangað. Instagram/@katrintanja CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega. CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira
Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega.
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira