Bandaríski risinn Vanguard stækkar stöðu sína í Arion
![Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka. Leiðrétt fyrir arðgreiðslu er hlutabréfaverð bankans niður um 11 prósent frá áramótum.](https://www.visir.is/i/2FF9B460AF6A9B6C6F40336003589212E44162E0316D981B41BC10160D6852A9_713x0.jpg)
Sjóðastýringarfélagið Vanguard, sem keypti sig inn í fimmtán íslensk fyrirtæki í Kauphöllinni um miðjan síðasta mánuð, hefur á síðustu dögum stækkað nokkuð eignarhlut sinn í Arion banka. Fimm vísitölusjóðir í stýringu Vanguard eru núna komnir í hóp með tuttugu stærstu hluthöfum íslenska bankans og er félagið um leið orðið stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í eigendahópnum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/63F51EB43C1814F461E84DE04202D4D22061425FA440FE18655D65BC7A69EFF7_308x200.jpg)
Vanguard keypti fyrir tvo milljarða í Arion banka
Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fer með tæplega 0,8 prósenta eignarhlut í Arion eftir að hafa fjárfest í bankanum samhliða því að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja í byrjun síðastu viku.
![](https://www.visir.is/i/4E3831326BD87A2FAEE03FBCC57CFB59CD22E25370E4BA48BC274D14BB1568DC_308x200.jpg)
Sjóðastýringarrisinn Vanguard kominn í hóp stærri eigenda Íslandsbanka
Bandaríska eignarstýringarfélagið Vanguard er orðið á meðal stærri hluthafa Íslandsbanka eftir að nokkrir sjóðir í stýringu þess keyptu í bankanum fyrir samanlagt um 1.300 milljónir króna í sérstöku uppboði sem fór fram eftir lokun markaða fyrir helgi.