Fundu óvænt málm í andrúmslofti glóandi gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 12:01 Teikning listamanns af heitum gasrisa ganga fyrir móðurstjörnu sína. Stjörnufræðingar efnagreina lofthjúpa fjarreikistjarna með litrófsmælingum á ljósi stjarnanna sem skín í gegnum andrúmsloftið. ESO/M. Kornmesser Uppgötvun á málmtegundinni barín í lofthjúpi tveggja fjarlægra fjarreikistjarna kom vísindamönnum í opna skjöldu. Svo þungt frumefni hefur ekki áður fundist í lofthjúpi reikistjörnu og er fundurinn sagður afhjúpa hversu lítið menn vita enn um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. Barín er með sætistöluna 56 í lotukerfinu en það finnst aldrei eitt og sér á jörðinni. Einu skiptin sem það má finna í andrúmsloftinu er þegar flugeldum er skotið á loft. Frumefnið fannst hátt í lofthjúpi gasrisanna WASP-76b og WASP-121b sem eru í mörg hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, hvor í sínu sólkerfinu. Báðar reikistjörnur eru heitir gasrisar á stærð við Júpíter. Ólíkt stærstu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar eru fjarreikistjörnurnar tvær gríðarlega heitar, um þúsund gráður við yfirborðið. Þær eru enda þétt upp við móðurstjörnur sínar og ganga um þær á aðeins einum til tveimur jarðneskum sólarhringum. Svo framandlegir eru þessir heimar að stjörnufræðinga grunar að járni rigni af himni ofan á WASP-76b þegar járn verður að gufu á þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr alltaf að móðurstjörnunni og blæs yfir á svalari fjærhliðina þar sem járngufan þéttist og fellur sem regn. Teikning af því hvernig járnrigning gæti litið út á fjærhlið WASP-76b. Möndulsnúningur reikistjörnunnar er bundinn vegna flóðkrafta á milli hennar og móðurstjörnunnar. Líkt og tunglið að jörðinni snýr hún því alltaf sömu hlið að stjörnunni. Járn er því talið gufa upp í vítishita á daghliðinni en þéttast og falla sem regn á næturhliðinni.ESO/M. Kornmesser Engu að síður kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna barín sem er tvisvar og hálfu sinni þyngra en járn hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Þær hafa sterkan þyngdarkraft og því bjuggust vísindamennirnir við því að barín félli hratt niður í neðri lög lofthjúpsins. „Við bjuggumst ekki við og vorum ekki að leita að baríni sérstaklega og urðum að kanna gaumgæfilega hvort það væri í raun í reikistjörnunum þar sem það hafði aldrei sést áður á fjarreikistjörnu,“ er haft eftir Azevedo Silva, doktorsnema við Porto-háskóla sem fór fyrir rannsókninni, í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Hópurinn notaði VLT-sjónauka ESO til að efnagreina lofthjúp reikistjarnanna með því að mæla litróf ljóss frá móðurstjörnum reikistjarnanna sem skein í gegnum andrúmsloft þeirra. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astronomy and Astrophysics í dag. Ekki liggur fyrir hvaða náttúrulega ferli veldur því að barín finnst svo hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Framtíðartækjabúnaður eins og ELT-sjónauki ESO á að hjálpa stjörnufræðingum að rannsaka frekar andrúmsloft stórra og lítilla fjarreikistjarna, ekki aðeins gasrisa eins og þessara heldur einnig bergreikistjarna sem hafa meiri líkindi við jörðina. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00 Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Barín er með sætistöluna 56 í lotukerfinu en það finnst aldrei eitt og sér á jörðinni. Einu skiptin sem það má finna í andrúmsloftinu er þegar flugeldum er skotið á loft. Frumefnið fannst hátt í lofthjúpi gasrisanna WASP-76b og WASP-121b sem eru í mörg hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, hvor í sínu sólkerfinu. Báðar reikistjörnur eru heitir gasrisar á stærð við Júpíter. Ólíkt stærstu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar eru fjarreikistjörnurnar tvær gríðarlega heitar, um þúsund gráður við yfirborðið. Þær eru enda þétt upp við móðurstjörnur sínar og ganga um þær á aðeins einum til tveimur jarðneskum sólarhringum. Svo framandlegir eru þessir heimar að stjörnufræðinga grunar að járni rigni af himni ofan á WASP-76b þegar járn verður að gufu á þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr alltaf að móðurstjörnunni og blæs yfir á svalari fjærhliðina þar sem járngufan þéttist og fellur sem regn. Teikning af því hvernig járnrigning gæti litið út á fjærhlið WASP-76b. Möndulsnúningur reikistjörnunnar er bundinn vegna flóðkrafta á milli hennar og móðurstjörnunnar. Líkt og tunglið að jörðinni snýr hún því alltaf sömu hlið að stjörnunni. Járn er því talið gufa upp í vítishita á daghliðinni en þéttast og falla sem regn á næturhliðinni.ESO/M. Kornmesser Engu að síður kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna barín sem er tvisvar og hálfu sinni þyngra en járn hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Þær hafa sterkan þyngdarkraft og því bjuggust vísindamennirnir við því að barín félli hratt niður í neðri lög lofthjúpsins. „Við bjuggumst ekki við og vorum ekki að leita að baríni sérstaklega og urðum að kanna gaumgæfilega hvort það væri í raun í reikistjörnunum þar sem það hafði aldrei sést áður á fjarreikistjörnu,“ er haft eftir Azevedo Silva, doktorsnema við Porto-háskóla sem fór fyrir rannsókninni, í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Hópurinn notaði VLT-sjónauka ESO til að efnagreina lofthjúp reikistjarnanna með því að mæla litróf ljóss frá móðurstjörnum reikistjarnanna sem skein í gegnum andrúmsloft þeirra. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astronomy and Astrophysics í dag. Ekki liggur fyrir hvaða náttúrulega ferli veldur því að barín finnst svo hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Framtíðartækjabúnaður eins og ELT-sjónauki ESO á að hjálpa stjörnufræðingum að rannsaka frekar andrúmsloft stórra og lítilla fjarreikistjarna, ekki aðeins gasrisa eins og þessara heldur einnig bergreikistjarna sem hafa meiri líkindi við jörðina.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00 Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44
Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00
Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01