Fundu óvænt málm í andrúmslofti glóandi gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 12:01 Teikning listamanns af heitum gasrisa ganga fyrir móðurstjörnu sína. Stjörnufræðingar efnagreina lofthjúpa fjarreikistjarna með litrófsmælingum á ljósi stjarnanna sem skín í gegnum andrúmsloftið. ESO/M. Kornmesser Uppgötvun á málmtegundinni barín í lofthjúpi tveggja fjarlægra fjarreikistjarna kom vísindamönnum í opna skjöldu. Svo þungt frumefni hefur ekki áður fundist í lofthjúpi reikistjörnu og er fundurinn sagður afhjúpa hversu lítið menn vita enn um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. Barín er með sætistöluna 56 í lotukerfinu en það finnst aldrei eitt og sér á jörðinni. Einu skiptin sem það má finna í andrúmsloftinu er þegar flugeldum er skotið á loft. Frumefnið fannst hátt í lofthjúpi gasrisanna WASP-76b og WASP-121b sem eru í mörg hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, hvor í sínu sólkerfinu. Báðar reikistjörnur eru heitir gasrisar á stærð við Júpíter. Ólíkt stærstu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar eru fjarreikistjörnurnar tvær gríðarlega heitar, um þúsund gráður við yfirborðið. Þær eru enda þétt upp við móðurstjörnur sínar og ganga um þær á aðeins einum til tveimur jarðneskum sólarhringum. Svo framandlegir eru þessir heimar að stjörnufræðinga grunar að járni rigni af himni ofan á WASP-76b þegar járn verður að gufu á þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr alltaf að móðurstjörnunni og blæs yfir á svalari fjærhliðina þar sem járngufan þéttist og fellur sem regn. Teikning af því hvernig járnrigning gæti litið út á fjærhlið WASP-76b. Möndulsnúningur reikistjörnunnar er bundinn vegna flóðkrafta á milli hennar og móðurstjörnunnar. Líkt og tunglið að jörðinni snýr hún því alltaf sömu hlið að stjörnunni. Járn er því talið gufa upp í vítishita á daghliðinni en þéttast og falla sem regn á næturhliðinni.ESO/M. Kornmesser Engu að síður kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna barín sem er tvisvar og hálfu sinni þyngra en járn hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Þær hafa sterkan þyngdarkraft og því bjuggust vísindamennirnir við því að barín félli hratt niður í neðri lög lofthjúpsins. „Við bjuggumst ekki við og vorum ekki að leita að baríni sérstaklega og urðum að kanna gaumgæfilega hvort það væri í raun í reikistjörnunum þar sem það hafði aldrei sést áður á fjarreikistjörnu,“ er haft eftir Azevedo Silva, doktorsnema við Porto-háskóla sem fór fyrir rannsókninni, í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Hópurinn notaði VLT-sjónauka ESO til að efnagreina lofthjúp reikistjarnanna með því að mæla litróf ljóss frá móðurstjörnum reikistjarnanna sem skein í gegnum andrúmsloft þeirra. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astronomy and Astrophysics í dag. Ekki liggur fyrir hvaða náttúrulega ferli veldur því að barín finnst svo hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Framtíðartækjabúnaður eins og ELT-sjónauki ESO á að hjálpa stjörnufræðingum að rannsaka frekar andrúmsloft stórra og lítilla fjarreikistjarna, ekki aðeins gasrisa eins og þessara heldur einnig bergreikistjarna sem hafa meiri líkindi við jörðina. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00 Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Barín er með sætistöluna 56 í lotukerfinu en það finnst aldrei eitt og sér á jörðinni. Einu skiptin sem það má finna í andrúmsloftinu er þegar flugeldum er skotið á loft. Frumefnið fannst hátt í lofthjúpi gasrisanna WASP-76b og WASP-121b sem eru í mörg hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, hvor í sínu sólkerfinu. Báðar reikistjörnur eru heitir gasrisar á stærð við Júpíter. Ólíkt stærstu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar eru fjarreikistjörnurnar tvær gríðarlega heitar, um þúsund gráður við yfirborðið. Þær eru enda þétt upp við móðurstjörnur sínar og ganga um þær á aðeins einum til tveimur jarðneskum sólarhringum. Svo framandlegir eru þessir heimar að stjörnufræðinga grunar að járni rigni af himni ofan á WASP-76b þegar járn verður að gufu á þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr alltaf að móðurstjörnunni og blæs yfir á svalari fjærhliðina þar sem járngufan þéttist og fellur sem regn. Teikning af því hvernig járnrigning gæti litið út á fjærhlið WASP-76b. Möndulsnúningur reikistjörnunnar er bundinn vegna flóðkrafta á milli hennar og móðurstjörnunnar. Líkt og tunglið að jörðinni snýr hún því alltaf sömu hlið að stjörnunni. Járn er því talið gufa upp í vítishita á daghliðinni en þéttast og falla sem regn á næturhliðinni.ESO/M. Kornmesser Engu að síður kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna barín sem er tvisvar og hálfu sinni þyngra en járn hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Þær hafa sterkan þyngdarkraft og því bjuggust vísindamennirnir við því að barín félli hratt niður í neðri lög lofthjúpsins. „Við bjuggumst ekki við og vorum ekki að leita að baríni sérstaklega og urðum að kanna gaumgæfilega hvort það væri í raun í reikistjörnunum þar sem það hafði aldrei sést áður á fjarreikistjörnu,“ er haft eftir Azevedo Silva, doktorsnema við Porto-háskóla sem fór fyrir rannsókninni, í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Hópurinn notaði VLT-sjónauka ESO til að efnagreina lofthjúp reikistjarnanna með því að mæla litróf ljóss frá móðurstjörnum reikistjarnanna sem skein í gegnum andrúmsloft þeirra. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astronomy and Astrophysics í dag. Ekki liggur fyrir hvaða náttúrulega ferli veldur því að barín finnst svo hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Framtíðartækjabúnaður eins og ELT-sjónauki ESO á að hjálpa stjörnufræðingum að rannsaka frekar andrúmsloft stórra og lítilla fjarreikistjarna, ekki aðeins gasrisa eins og þessara heldur einnig bergreikistjarna sem hafa meiri líkindi við jörðina.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00 Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44
Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00
Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01