Sýn þurfi að bæta reksturinn „enn meira til að skila ásættanlegri“ afkomu
![Sýn rekur meðal annars fjarskiptafélagið Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og tengda miðla.](https://www.visir.is/i/7AF6D27DF82FA06395421C9DF083E969A118F48B5AEFFB6C2B34CE0C3C2A3E0F_713x0.jpg)
Þótt tekjur Sýnar hafi verið að aukast og stjórnendur séu að ná betri tökum á rekstrarkostnaði fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins þá er ljóst að það þarf að bæta reksturinn „enn meira til að félagið skili ásættanlegri“ afkomu, að sögn hlutabréfagreinenda, sem mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu að svo stöddu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/8A719A37B9F8AF5FD223A7DB2089EAFE2885CF8270949760500F4C7579DB5DB8_308x200.jpg)
Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar
Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar.
![](https://www.visir.is/i/675902133D6DBA13D3E52B2D52338196102732CF2EB66CE3F1668818240EB805_308x200.jpg)
Gildi heldur áfram að stækka hlut sinn í Sýn
Gildi lífeyrissjóður, sem hefur um langt skeið verið einn allra stærsti hluthafi Sýnar, er á síðustu vikum búinn að vera að stækka stöðu sína í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu, bæði í aðdraganda og eftir hluthafafund félagsins í lok síðasta mánaðar þar sem átök voru á milli einkafjárfesta og lífeyrissjóða um kjör stjórnarmanna.