„Höfum aldrei nálgast leik þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 12:30 Íslenska landsliðið var í nauðvörn í fyrri hálfleik gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem HM-sæti var í boði. Sandra Sigurðardóttir kom ítrekað til bjargar og átti algjöran stórleik en niðurstaðan varð því miður 1-0 sigur Hollands með marki í uppbótartíma. Getty Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og hans teymi telja sig hafa fundið leiðir til að sækja í gegnum portúgalska liðið í dag. Þorsteinn hefur engan áhuga á því að liggja í vörn allan leikinn. Fyrir mánuði síðan átti Ísland möguleika á að tryggja sig inn á HM en tapaði þá 1-0 gegn Hollandi. Í dag gefst nýtt tækifæri, síðasti séns, með sigri gegn Portúgal í umspilsleik í Pacos de Ferreira. Í leiknum við Holland, reyndar gegn umtalsvert sterkari mótherja en Portúgal, virtist spennan hreinlega bera íslenska liðið ofurliði í fyrri hálfleik. Þorsteinn segir það þó ekki ástæðuna fyrir tapinu þá og er með lausnir gegn Portúgal: „Þá verðum við ekki í vandræðum“ „Við höfum alveg unnið í því líka hvernig við nálgumst leikinn út frá því að spennustigið sé sem best. En það voru bara ákveðnir hlutir sem gengu ekki upp, í seinni hluta fyrri hálfleiks gegn Hollandi. Við höfum farið yfir hvernig við ætlum að spila á móti Portúgal og ef það sem við leggjum upp með gengur upp, og við þorum að vera með boltann og spila í gegnum pressuna þeirra á ákveðinn hátt, þá verðum við ekki í vandræðum. Við eigum von á því að ef þær spila eins og gegn Belgíu [í 2-1 sigrinum síðasta fimmtudag] þá séu þarna leiðir til að fara í gegnum þær, búa til færi og skapa mörk,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um hvernig Ísland mun spila gegn Portúgal Ekkert má út af bregða gegn Portúgal í dag en Þorsteinn segir að íslenska liðið muni ekki spila varnarsinnaðri leik en það sé vant. „Í sjálfu sér höfum við aldrei nálgast leik þannig að við ætluðum að liggja til baka. Byrja varnarleikinn fyrir aftan miðlínu eða eitthvað slíkt. Við höfum aldrei farið í leik á þann hátt. Stundum þróast leikir þannig, og það er bara partur af fótbolta að stundum lenda lið í því að andstæðingurinn ýti þeim aftar á völlinn. Það geta öll lið lent í þessu. Við sáum þetta í enska boltanum um helgina. Milljarðaleikmenn sem þurftu allt í einu að standa aftan á vítateig. Stundum ganga hlutirnir þannig að þú þarft bara að verjast og þá þarftu bara að gera það vel. Ef þú gerir það þá koma tækifæri til að fara framar á völlinn. Við þurfum að vera tilbúin í alla þætti leiksins,“ segir Þorsteinn. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Fámennt á vellinum þegar örlög Íslands ráðast í kvöld Samkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Íslands er aðeins búist við um 3.000 áhorfendum á leik Portúgals og Íslands í dag, þar sem leikið verður um sæti á HM kvenna næsta sumar. 11. október 2022 10:16 Mikil tilhlökkun í stuðningsmönnum á leið til Porto Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag. 11. október 2022 07:36 Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins. 11. október 2022 09:31 Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. 11. október 2022 09:00 Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. 11. október 2022 08:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Fyrir mánuði síðan átti Ísland möguleika á að tryggja sig inn á HM en tapaði þá 1-0 gegn Hollandi. Í dag gefst nýtt tækifæri, síðasti séns, með sigri gegn Portúgal í umspilsleik í Pacos de Ferreira. Í leiknum við Holland, reyndar gegn umtalsvert sterkari mótherja en Portúgal, virtist spennan hreinlega bera íslenska liðið ofurliði í fyrri hálfleik. Þorsteinn segir það þó ekki ástæðuna fyrir tapinu þá og er með lausnir gegn Portúgal: „Þá verðum við ekki í vandræðum“ „Við höfum alveg unnið í því líka hvernig við nálgumst leikinn út frá því að spennustigið sé sem best. En það voru bara ákveðnir hlutir sem gengu ekki upp, í seinni hluta fyrri hálfleiks gegn Hollandi. Við höfum farið yfir hvernig við ætlum að spila á móti Portúgal og ef það sem við leggjum upp með gengur upp, og við þorum að vera með boltann og spila í gegnum pressuna þeirra á ákveðinn hátt, þá verðum við ekki í vandræðum. Við eigum von á því að ef þær spila eins og gegn Belgíu [í 2-1 sigrinum síðasta fimmtudag] þá séu þarna leiðir til að fara í gegnum þær, búa til færi og skapa mörk,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um hvernig Ísland mun spila gegn Portúgal Ekkert má út af bregða gegn Portúgal í dag en Þorsteinn segir að íslenska liðið muni ekki spila varnarsinnaðri leik en það sé vant. „Í sjálfu sér höfum við aldrei nálgast leik þannig að við ætluðum að liggja til baka. Byrja varnarleikinn fyrir aftan miðlínu eða eitthvað slíkt. Við höfum aldrei farið í leik á þann hátt. Stundum þróast leikir þannig, og það er bara partur af fótbolta að stundum lenda lið í því að andstæðingurinn ýti þeim aftar á völlinn. Það geta öll lið lent í þessu. Við sáum þetta í enska boltanum um helgina. Milljarðaleikmenn sem þurftu allt í einu að standa aftan á vítateig. Stundum ganga hlutirnir þannig að þú þarft bara að verjast og þá þarftu bara að gera það vel. Ef þú gerir það þá koma tækifæri til að fara framar á völlinn. Við þurfum að vera tilbúin í alla þætti leiksins,“ segir Þorsteinn. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Fámennt á vellinum þegar örlög Íslands ráðast í kvöld Samkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Íslands er aðeins búist við um 3.000 áhorfendum á leik Portúgals og Íslands í dag, þar sem leikið verður um sæti á HM kvenna næsta sumar. 11. október 2022 10:16 Mikil tilhlökkun í stuðningsmönnum á leið til Porto Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag. 11. október 2022 07:36 Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins. 11. október 2022 09:31 Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. 11. október 2022 09:00 Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. 11. október 2022 08:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01
Fámennt á vellinum þegar örlög Íslands ráðast í kvöld Samkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Íslands er aðeins búist við um 3.000 áhorfendum á leik Portúgals og Íslands í dag, þar sem leikið verður um sæti á HM kvenna næsta sumar. 11. október 2022 10:16
Mikil tilhlökkun í stuðningsmönnum á leið til Porto Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag. 11. október 2022 07:36
Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins. 11. október 2022 09:31
Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. 11. október 2022 09:00
Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. 11. október 2022 08:00