Þrettán leikir búnir og níu þjálfarar yfirgefið félög sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 23:15 Steve Bruce er nú atvinnulaus. EPA-EFE/PETER POWELL Þolinmæði er dyggð, nema þegar kemur að því að gefa knattspyrnuþjálfurum tíma til að snúa við slöku gengi liða sinna. Steve Bruce var fyrr í dag rekinn frá West Bromwich Albion í ensku B-deildinni. Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira