Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 12:23 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í fantaformi síðustu vikur en óvissa er um stöðuna á henni fyrir leikinn mikilvæga á morgun, vegna minni háttar veikinda. Getty/Jonathan Moscrop Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. Fyrirhugað var að Sara yrði til viðtals á hóteli landsliðsins líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir. Í morgun varð hins vegar ljóst að Sara væri orðin slöpp, eins og hent hafði tvo aðra leikmenn liðsins sem er búið að vera saman í Portúgal í tæpa viku. „Það hafa tveir leikmenn líka verið með slappleika í ferðinni og þá tók þetta sólarhring, svo við erum þokkalega bjartsýn á að hún verði með á morgun. Hún spilar á morgun, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn. Mögulega með á lokaæfingu í dag Hann sagði enn óvíst hvort að Sara yrði með á æfingu síðdegis á leikvanginum þar sem spilað verður, Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira. „Við höfum ekki ákveðið það. Hún var sofandi áðan svo ég var ekkert að vekja hana. Við tökum bara stöðuna á henni á eftir og metum hvað sé best að gera.“ Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 144 leiki, 32 ára gömul, enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir mótsleikir með landsliðinu sem hún hefur misst af fyrir utan þegar hún var í barneignarleyfi. Það útskýrir kannski af hverju Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af stöðunni á fyrirliðanum: „Nei, nei. Það hljóta að vera einhver lyf, eða eitthvað drasl, til að koma henni í gang,“ sagði Þorsteinn léttur. Jasmín og Agla María veiktust líka Jasmín Erla Ingadóttir og Agla María Albertsdóttir eru hinir tveir leikmennirnir sem fundið hafa fyrir slappleika í ferðinni en „það var ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Þorsteinn og bætir við að meiðsli angri ekki nokkurn leikmann í hópnum. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Fyrirhugað var að Sara yrði til viðtals á hóteli landsliðsins líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir. Í morgun varð hins vegar ljóst að Sara væri orðin slöpp, eins og hent hafði tvo aðra leikmenn liðsins sem er búið að vera saman í Portúgal í tæpa viku. „Það hafa tveir leikmenn líka verið með slappleika í ferðinni og þá tók þetta sólarhring, svo við erum þokkalega bjartsýn á að hún verði með á morgun. Hún spilar á morgun, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn. Mögulega með á lokaæfingu í dag Hann sagði enn óvíst hvort að Sara yrði með á æfingu síðdegis á leikvanginum þar sem spilað verður, Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira. „Við höfum ekki ákveðið það. Hún var sofandi áðan svo ég var ekkert að vekja hana. Við tökum bara stöðuna á henni á eftir og metum hvað sé best að gera.“ Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 144 leiki, 32 ára gömul, enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir mótsleikir með landsliðinu sem hún hefur misst af fyrir utan þegar hún var í barneignarleyfi. Það útskýrir kannski af hverju Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af stöðunni á fyrirliðanum: „Nei, nei. Það hljóta að vera einhver lyf, eða eitthvað drasl, til að koma henni í gang,“ sagði Þorsteinn léttur. Jasmín og Agla María veiktust líka Jasmín Erla Ingadóttir og Agla María Albertsdóttir eru hinir tveir leikmennirnir sem fundið hafa fyrir slappleika í ferðinni en „það var ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Þorsteinn og bætir við að meiðsli angri ekki nokkurn leikmann í hópnum. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira