Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 12:23 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í fantaformi síðustu vikur en óvissa er um stöðuna á henni fyrir leikinn mikilvæga á morgun, vegna minni háttar veikinda. Getty/Jonathan Moscrop Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. Fyrirhugað var að Sara yrði til viðtals á hóteli landsliðsins líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir. Í morgun varð hins vegar ljóst að Sara væri orðin slöpp, eins og hent hafði tvo aðra leikmenn liðsins sem er búið að vera saman í Portúgal í tæpa viku. „Það hafa tveir leikmenn líka verið með slappleika í ferðinni og þá tók þetta sólarhring, svo við erum þokkalega bjartsýn á að hún verði með á morgun. Hún spilar á morgun, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn. Mögulega með á lokaæfingu í dag Hann sagði enn óvíst hvort að Sara yrði með á æfingu síðdegis á leikvanginum þar sem spilað verður, Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira. „Við höfum ekki ákveðið það. Hún var sofandi áðan svo ég var ekkert að vekja hana. Við tökum bara stöðuna á henni á eftir og metum hvað sé best að gera.“ Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 144 leiki, 32 ára gömul, enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir mótsleikir með landsliðinu sem hún hefur misst af fyrir utan þegar hún var í barneignarleyfi. Það útskýrir kannski af hverju Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af stöðunni á fyrirliðanum: „Nei, nei. Það hljóta að vera einhver lyf, eða eitthvað drasl, til að koma henni í gang,“ sagði Þorsteinn léttur. Jasmín og Agla María veiktust líka Jasmín Erla Ingadóttir og Agla María Albertsdóttir eru hinir tveir leikmennirnir sem fundið hafa fyrir slappleika í ferðinni en „það var ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Þorsteinn og bætir við að meiðsli angri ekki nokkurn leikmann í hópnum. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Fyrirhugað var að Sara yrði til viðtals á hóteli landsliðsins líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir. Í morgun varð hins vegar ljóst að Sara væri orðin slöpp, eins og hent hafði tvo aðra leikmenn liðsins sem er búið að vera saman í Portúgal í tæpa viku. „Það hafa tveir leikmenn líka verið með slappleika í ferðinni og þá tók þetta sólarhring, svo við erum þokkalega bjartsýn á að hún verði með á morgun. Hún spilar á morgun, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn. Mögulega með á lokaæfingu í dag Hann sagði enn óvíst hvort að Sara yrði með á æfingu síðdegis á leikvanginum þar sem spilað verður, Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira. „Við höfum ekki ákveðið það. Hún var sofandi áðan svo ég var ekkert að vekja hana. Við tökum bara stöðuna á henni á eftir og metum hvað sé best að gera.“ Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 144 leiki, 32 ára gömul, enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir mótsleikir með landsliðinu sem hún hefur misst af fyrir utan þegar hún var í barneignarleyfi. Það útskýrir kannski af hverju Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af stöðunni á fyrirliðanum: „Nei, nei. Það hljóta að vera einhver lyf, eða eitthvað drasl, til að koma henni í gang,“ sagði Þorsteinn léttur. Jasmín og Agla María veiktust líka Jasmín Erla Ingadóttir og Agla María Albertsdóttir eru hinir tveir leikmennirnir sem fundið hafa fyrir slappleika í ferðinni en „það var ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Þorsteinn og bætir við að meiðsli angri ekki nokkurn leikmann í hópnum. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira