Innlent

Komu í veg fyrir tjón á Djúpa­vogi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vonskuveður var á Djúpavogi í gær.
Vonskuveður var á Djúpavogi í gær. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi um veðurtengd verkefni gærdagsins.

Enn er ekkert ferðaveður á Austurlandi og flestar vegalokanir frá því í gær enn í gildi. Enn er appelsínugul viðvörun á Austfjörðum en hún rennur út á næstu mínútum.

Björgunarsveitir sinntu útköllum skammt sunnan við Sænautasel og á Hellisheiði eystri. Í báðum útköllum höfðu ferðamenn fest ökutæki sitt og komu björgunarsveitir þeim til bjargar. Þá aðstoðuðu björgunarsveitir sjúkrabíl sem þurfti að flytja sjúkling milli Neskaupstaðar og Egilsstaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×