Stressuð að byrja í íslenskum skóla Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 8. október 2022 23:00 Fyrsti skóladagur Yevu er á mánudaginn. Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands
Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira