Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 10:05 Ragnar Þór hefur boðið sig fram til forseta ASÍ. Vísir/vilhelm Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“ Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira