Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2022 16:18 Úlfur í nágrenni Puebla de Sanabria á Spáni Miguel A. Quintas/Getty Images Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra. Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi. Umhverfismál Dýr Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi.
Umhverfismál Dýr Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira