Milljónir vildu losna við Haaland Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 10:01 Erling Haaland er ekki á förum frá Englandi í bráð. Getty/Pedro Salado Yfir tvær milljónir manna tóku þátt í undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að Erling Haaland yrði vikið úr ensku úrvalsdeildinni „fyrir að vera vélmenni“. Haaland hefur verið stórkostlegur fyrstu mánuði sína sem leikmaður Manchester City og þegar skorað nítján mörk í tólf leikjum. Að auki hefur hann gefið þrjár stoðsendingar. Norðmaðurinn ætti líklega að líta á það sem hrós frekar en nokkuð annað að stuðningsmenn annarra liða eru farnir að óttast hann svo mikið að þeir vilja losna við hann frá Englandi. Svo langt gengu gárungarnir að setja af stað undirskriftasöfnun á sérstökum undirskriftasöfnunarvef breskra stjórnvalda, með yfirskriftinni: „Undirskriftasöfnun til að Erling Haaland verði fjarlægður úr ensku úrvalsdeildinni fyrir að vera vélmenni“. Svona leit undirskriftasöfnunin út. Skjáskotið var tekið snemma í söfnuninni en yfir 2 milljónir skrifuðu undir áður en söfnunin var fjarlægð af síðu breskra stjórnvalda.Skjáskot/petition.parliament.uk Spænski miðillinn AS segir að yfir tvær milljónir undirskrifta hafi verið komnar áður en að söfnunin var fjarlægð af síðunni. Bresk stjórnvöld virðast því ekkert ætla að gera í málinu heldur leyfa Haaland að raða áfram inn mörkum af sinni alkunnu snilld. Fleiri undirskriftasafnanir með þeirri yfirskrift að koma eigi Haaland frá Englandi hafa þó verið settar í gang, til að mynda á Change.org. Haaland er með samning við Manchester City sem gildir til ársins 2027. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, sagði frá því í vikunni að orðrómar þess efnis að einhvers konar klásúla væri í samningnum, sem gerði Haaland kleift að fara til annars félags fyrir ákveðna upphæð, væru ósannir. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Haaland hefur verið stórkostlegur fyrstu mánuði sína sem leikmaður Manchester City og þegar skorað nítján mörk í tólf leikjum. Að auki hefur hann gefið þrjár stoðsendingar. Norðmaðurinn ætti líklega að líta á það sem hrós frekar en nokkuð annað að stuðningsmenn annarra liða eru farnir að óttast hann svo mikið að þeir vilja losna við hann frá Englandi. Svo langt gengu gárungarnir að setja af stað undirskriftasöfnun á sérstökum undirskriftasöfnunarvef breskra stjórnvalda, með yfirskriftinni: „Undirskriftasöfnun til að Erling Haaland verði fjarlægður úr ensku úrvalsdeildinni fyrir að vera vélmenni“. Svona leit undirskriftasöfnunin út. Skjáskotið var tekið snemma í söfnuninni en yfir 2 milljónir skrifuðu undir áður en söfnunin var fjarlægð af síðu breskra stjórnvalda.Skjáskot/petition.parliament.uk Spænski miðillinn AS segir að yfir tvær milljónir undirskrifta hafi verið komnar áður en að söfnunin var fjarlægð af síðunni. Bresk stjórnvöld virðast því ekkert ætla að gera í málinu heldur leyfa Haaland að raða áfram inn mörkum af sinni alkunnu snilld. Fleiri undirskriftasafnanir með þeirri yfirskrift að koma eigi Haaland frá Englandi hafa þó verið settar í gang, til að mynda á Change.org. Haaland er með samning við Manchester City sem gildir til ársins 2027. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, sagði frá því í vikunni að orðrómar þess efnis að einhvers konar klásúla væri í samningnum, sem gerði Haaland kleift að fara til annars félags fyrir ákveðna upphæð, væru ósannir.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira