Milljónir vildu losna við Haaland Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 10:01 Erling Haaland er ekki á förum frá Englandi í bráð. Getty/Pedro Salado Yfir tvær milljónir manna tóku þátt í undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að Erling Haaland yrði vikið úr ensku úrvalsdeildinni „fyrir að vera vélmenni“. Haaland hefur verið stórkostlegur fyrstu mánuði sína sem leikmaður Manchester City og þegar skorað nítján mörk í tólf leikjum. Að auki hefur hann gefið þrjár stoðsendingar. Norðmaðurinn ætti líklega að líta á það sem hrós frekar en nokkuð annað að stuðningsmenn annarra liða eru farnir að óttast hann svo mikið að þeir vilja losna við hann frá Englandi. Svo langt gengu gárungarnir að setja af stað undirskriftasöfnun á sérstökum undirskriftasöfnunarvef breskra stjórnvalda, með yfirskriftinni: „Undirskriftasöfnun til að Erling Haaland verði fjarlægður úr ensku úrvalsdeildinni fyrir að vera vélmenni“. Svona leit undirskriftasöfnunin út. Skjáskotið var tekið snemma í söfnuninni en yfir 2 milljónir skrifuðu undir áður en söfnunin var fjarlægð af síðu breskra stjórnvalda.Skjáskot/petition.parliament.uk Spænski miðillinn AS segir að yfir tvær milljónir undirskrifta hafi verið komnar áður en að söfnunin var fjarlægð af síðunni. Bresk stjórnvöld virðast því ekkert ætla að gera í málinu heldur leyfa Haaland að raða áfram inn mörkum af sinni alkunnu snilld. Fleiri undirskriftasafnanir með þeirri yfirskrift að koma eigi Haaland frá Englandi hafa þó verið settar í gang, til að mynda á Change.org. Haaland er með samning við Manchester City sem gildir til ársins 2027. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, sagði frá því í vikunni að orðrómar þess efnis að einhvers konar klásúla væri í samningnum, sem gerði Haaland kleift að fara til annars félags fyrir ákveðna upphæð, væru ósannir. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Haaland hefur verið stórkostlegur fyrstu mánuði sína sem leikmaður Manchester City og þegar skorað nítján mörk í tólf leikjum. Að auki hefur hann gefið þrjár stoðsendingar. Norðmaðurinn ætti líklega að líta á það sem hrós frekar en nokkuð annað að stuðningsmenn annarra liða eru farnir að óttast hann svo mikið að þeir vilja losna við hann frá Englandi. Svo langt gengu gárungarnir að setja af stað undirskriftasöfnun á sérstökum undirskriftasöfnunarvef breskra stjórnvalda, með yfirskriftinni: „Undirskriftasöfnun til að Erling Haaland verði fjarlægður úr ensku úrvalsdeildinni fyrir að vera vélmenni“. Svona leit undirskriftasöfnunin út. Skjáskotið var tekið snemma í söfnuninni en yfir 2 milljónir skrifuðu undir áður en söfnunin var fjarlægð af síðu breskra stjórnvalda.Skjáskot/petition.parliament.uk Spænski miðillinn AS segir að yfir tvær milljónir undirskrifta hafi verið komnar áður en að söfnunin var fjarlægð af síðunni. Bresk stjórnvöld virðast því ekkert ætla að gera í málinu heldur leyfa Haaland að raða áfram inn mörkum af sinni alkunnu snilld. Fleiri undirskriftasafnanir með þeirri yfirskrift að koma eigi Haaland frá Englandi hafa þó verið settar í gang, til að mynda á Change.org. Haaland er með samning við Manchester City sem gildir til ársins 2027. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, sagði frá því í vikunni að orðrómar þess efnis að einhvers konar klásúla væri í samningnum, sem gerði Haaland kleift að fara til annars félags fyrir ákveðna upphæð, væru ósannir.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira