Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 17:36 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. EPA Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. Hart var deilt um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar síðasta haust. Alþingi staðfesti úrslitin þar eftir rannsókn þingnefndar en þeir Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, skutu málinu til mannréttindadómstólsins. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sættir hefðu verið reyndar í málinu en hafði eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni, að í því fælist ekki endilega viðurkenning á broti. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögmanns sendi frá sér í dag er áréttað að aldrei hafi verið lagt fram sáttatilboð af hálfu ríkisins. „Íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á ákvæðum sáttmálans í þessum málið og er unnið að greinargerð,“ segir í yfirlýsingunni. Ríkið hafi óskað eftir að að frestur til að skila greinargerð verði framlengdur til 13. október. Embættið segir almennu regluna þá að þegar aðildarríki MDE fá send mál frá dómstólnum beri aðilum að kanna möguleika á sáttum. Nái þær og dómstóllinn fallist á þær séu málin felld niður. Hægt sé að ná sáttum í máli án þess að ríki viðurkenni brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans. Slíkar sáttir séu nokkuð algengar. „Í samræmi við þetta ferli hefur embætti ríkislögmanns jafnan samband við lögmenn kærenda þegar ný mál berast og kannar mögulegan sáttagrundvöll. Var það einnig gert í málum frambjóðendanna. Engin sáttatilboð voru hins vegar lögð fram af hálfu ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni. Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Hart var deilt um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar síðasta haust. Alþingi staðfesti úrslitin þar eftir rannsókn þingnefndar en þeir Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, skutu málinu til mannréttindadómstólsins. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sættir hefðu verið reyndar í málinu en hafði eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni, að í því fælist ekki endilega viðurkenning á broti. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögmanns sendi frá sér í dag er áréttað að aldrei hafi verið lagt fram sáttatilboð af hálfu ríkisins. „Íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á ákvæðum sáttmálans í þessum málið og er unnið að greinargerð,“ segir í yfirlýsingunni. Ríkið hafi óskað eftir að að frestur til að skila greinargerð verði framlengdur til 13. október. Embættið segir almennu regluna þá að þegar aðildarríki MDE fá send mál frá dómstólnum beri aðilum að kanna möguleika á sáttum. Nái þær og dómstóllinn fallist á þær séu málin felld niður. Hægt sé að ná sáttum í máli án þess að ríki viðurkenni brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans. Slíkar sáttir séu nokkuð algengar. „Í samræmi við þetta ferli hefur embætti ríkislögmanns jafnan samband við lögmenn kærenda þegar ný mál berast og kannar mögulegan sáttagrundvöll. Var það einnig gert í málum frambjóðendanna. Engin sáttatilboð voru hins vegar lögð fram af hálfu ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni.
Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira