„Ég er hneykslaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 07:31 Xavi tókst ekki að koma vitinu fyrir dómarann Slavko Vincic og fékk engar útskýringar heldur aðeins gult spjald. Getty/David S. Bustamante Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli. Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59
Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19