Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 22:32 Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða Kross Íslands. Vísir/Sigurjón Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Rauða krossins við að opna fjöldahjálpastöð fyrir umsækjendur um alþjóðleg vernd vegna mikillar fjölgunar í komum flóttafólks til landsins. Um sextíu prósent þeirra er fólk sem flýr stríðsátökin í Úkraínu. Stöðin verður opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, segir að um tímabundið úrræði sé að ræða. Einstaklingar dvelji í stöðinni í þrjá sólarhringa að hámarki áður en þeir fari í annað úrræði stjórnvalda eða sveitarfélaga. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Atli Viðar þetta ekki draumastöðu heldur neyðarúrræði. „Við viljum auðvitað að þetta úrræði verði skammtímaúrræði og taki enda sem allra fyrst en til að svo geti orðið þyrftu fleiri sveitarfélög að koma að þessu verkefni og skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk,“ sagði hann. Stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að útvega flóttafólkinu húsnæði og hafi staðið sig vel í því. Með auknum fjölda þurfi hins vegar fleiri að koma að borðinu. „Við höfum alla burði til að leysa þetta verkefni vel og getum bara gert það mjög vel saman,“ sagði Atli Viðar. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Tengdar fréttir Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Rauða krossins við að opna fjöldahjálpastöð fyrir umsækjendur um alþjóðleg vernd vegna mikillar fjölgunar í komum flóttafólks til landsins. Um sextíu prósent þeirra er fólk sem flýr stríðsátökin í Úkraínu. Stöðin verður opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, segir að um tímabundið úrræði sé að ræða. Einstaklingar dvelji í stöðinni í þrjá sólarhringa að hámarki áður en þeir fari í annað úrræði stjórnvalda eða sveitarfélaga. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Atli Viðar þetta ekki draumastöðu heldur neyðarúrræði. „Við viljum auðvitað að þetta úrræði verði skammtímaúrræði og taki enda sem allra fyrst en til að svo geti orðið þyrftu fleiri sveitarfélög að koma að þessu verkefni og skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk,“ sagði hann. Stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að útvega flóttafólkinu húsnæði og hafi staðið sig vel í því. Með auknum fjölda þurfi hins vegar fleiri að koma að borðinu. „Við höfum alla burði til að leysa þetta verkefni vel og getum bara gert það mjög vel saman,“ sagði Atli Viðar.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Tengdar fréttir Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51