Brunaði heim, eyddi öllum tölvuleikjunum og sneri við blaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2022 20:01 Kristinn Sigmarsson var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Kristinn Sigmarsson rekur í dag fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildrænni heilsu. Fyrir tíu árum hafði hann ákveðið að eina leiðin væri að svipta sig lífi. Hann hafi verið heilsulaus tölvuleikjafíkill sem flúið hafi ábyrgð og verið í vonlausri stöðu, andlega og líkamlega. „Ég var eins oft veikur og ég gat til að þurfa ekki að mæta í skólann, laug að foreldrum mínum og læknum, allt til þess að geta verið í tölvuleikjum allan daginn. Ég lifði á pizzum og orkudrykkjum og líf mitt snerist gjörsamlega um tölvuleiki,“ segir Kristinn. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar á dögunum. Kristinn lýsir því að þegar afi hans lést árið 2011 hafi hann flúið enn lengra í neikvæðar hugsanir. Afi hans hafi verið besti vinur hans. „Ég var eiginlega alveg búinn að týna því hver ég var. Ég var algjörlega horfinn úr veruleikanum yfir í sýndarveruleikann. En svo voru þyngslin orðin svo mikil við allan þennan flótta að þegar ég var kominn í 9. bekk fann ég ekki lengur neina ástæðu til að lifa. Fyrir mér var ég bara orðinn feitur aumingi með félagskvíða og hafði misst flesta vini mína. Ég hataði sjálfan mig og langaði ekki að lifa lengur. Þannig að ég var búinn að velja ákveðinn dag þar sem ég ætlaði að peppa mig upp í að drepa mig. Það var síðasti dagurinn í skólanum í 9. bekk.“ Svo hafi dagurinn runnið upp. „Þetta var sérlega góður dagur, mjög gott veður og einhvern veginn bjart yfir öllu. Það var svo mikið vor í öllum og gleði og það komu upp að mér krakkar sem ég þekkti ekkert til að óska mér gleðilegs sumars og einhvern veginn byrjar að koma smá ljósglæta inn í mig. Þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum stoppaði ég og það var eins og ég fengi þrumu í líkama minn af ljósi og ég fann að það var eitthvað meira við lífið,“ segir Kristinn. Sneri lífinu við á sex mánuðum Hann hafi á þessu augnabliki ákveðið að skipta um takt. Þarna hafi kviknað von um betra líf. „Ég fór í ham. Brunaði heim og eyddi öllum tölvuleikjunum mínum og ákvað að gefa sjálfum mér einn séns. Ég ákvað að gefa mér eitt ár í viðbót og byrjaði að „gúgla” leiðir til að læra að tala við fólk, grennast og verða betri.“ Sumarið hafi hann eins og óður maður sankað að sér öllu efni sem snúið hafi að því að bæta sig. „Svo byrjaði ég að fá jákvæð viðbrögð frá fólki og setti sjálfum mér fleiri og fleiri áskoranir til að bæta mig. Á 6 mánuðum sneri ég lífi mínu gjörsamlega við og var orðinn hamingjusamur haustið eftir að ég hafði ætlað að drepa mig.“ Kristinn, sem er á 25. aldursári sendir skilaboð til þeirra sem eru á svipuðum stað og hann var á þegar dalurinn var dýpstur. „Ég myndi segja viðkomandi að lífið er leikur alveg eins og í tölvuleikjum eða því sem fer fram í gegnum skjáinn. Það er hægt að færa athyglina yfir á að bæta sig stöðugt í alvöru leiknum sem er lífið og þá fær maður miklu stærri verðlaun en með því að bæta sig í tölvuleikjum. Ég veit að það getur verið erfitt að hætta einhverju sem maður er fíkinn í, en það er hægt að byrja á að taka eitt skref í einu og vinna sig hægt og rólega inn í betri líðan.“ Of upptekin af áliti annarra Kristinn hefur kafað dýpra ofan í andlega og líkamlega heilsu en flestir. Hann stofnaði nýlega fyrirtækið Holistic sem einblínir á heildræna heilsu. Hann segir fyrsta skrefið í öllu vera að fá skýrleika um stöðuna eins og hún er: „Það fyrsta sem allir verða að spyrja sig er hvað þeir raunverulega vilja. Það er erfitt að finna hvatninguna til að gera breytingar ef maður veit ekkert hvert maður er að fara. Hver er framtíðarsýn þín? Hvernig viltu að samskiptin við fólkið þitt séu? Hvernig viltu að heilsa þín sé? Hvernig viltu að dagurinn þinn líti út? Og svo framvegis. Fólk fær oft hugmyndir og ætlar að breyta öllu í einu af því að það er með samviskubit, en veit svo ekkert hvert það er að fara. Það mikilvægasta af öllu er að fara í rétta átt og gefa sér tíma í að sjá það skýrt, frekar en að fara hratt og átta sig svo á því síðar að maður er að fara í vitlausa átt.“ Kristinn hvetur fólk til að vera það sjálft. Ekki láta stjórnast af áliti annarra. Hvað myndi gerast ef þú myndir vakna á morgun og þér væri alveg sama hvað öðrum fyndist og þú myndir bara hlusta á þína eigin rödd. Hvernig myndir þú klæða þig? Hvað myndir þú vinna við? Hvað myndir þú vilja gera við lífið þitt? Ef þú færir út úr þægindarammanum og myndir mæta ótta þínum, gæti verið að stórkostlegir hlutir myndu gerast? Ég trúi því að við komum öll hingað sem sálir í mannslíkama og við erum með hjarta. Ef við náum að hlusta á hjartað okkar nógu vel munum við finna hlutina sem okkur er ætlað að gera. Við komum ekki hingað til að passa inn í einhvern ramma. Við erum öll með gjafir innra með okkur, en því miður taka flestir þessari gjafir með sér í gröfina, án þess að ná að deila þeim. Allt af ótta við að vera hafnað.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
„Ég var eins oft veikur og ég gat til að þurfa ekki að mæta í skólann, laug að foreldrum mínum og læknum, allt til þess að geta verið í tölvuleikjum allan daginn. Ég lifði á pizzum og orkudrykkjum og líf mitt snerist gjörsamlega um tölvuleiki,“ segir Kristinn. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar á dögunum. Kristinn lýsir því að þegar afi hans lést árið 2011 hafi hann flúið enn lengra í neikvæðar hugsanir. Afi hans hafi verið besti vinur hans. „Ég var eiginlega alveg búinn að týna því hver ég var. Ég var algjörlega horfinn úr veruleikanum yfir í sýndarveruleikann. En svo voru þyngslin orðin svo mikil við allan þennan flótta að þegar ég var kominn í 9. bekk fann ég ekki lengur neina ástæðu til að lifa. Fyrir mér var ég bara orðinn feitur aumingi með félagskvíða og hafði misst flesta vini mína. Ég hataði sjálfan mig og langaði ekki að lifa lengur. Þannig að ég var búinn að velja ákveðinn dag þar sem ég ætlaði að peppa mig upp í að drepa mig. Það var síðasti dagurinn í skólanum í 9. bekk.“ Svo hafi dagurinn runnið upp. „Þetta var sérlega góður dagur, mjög gott veður og einhvern veginn bjart yfir öllu. Það var svo mikið vor í öllum og gleði og það komu upp að mér krakkar sem ég þekkti ekkert til að óska mér gleðilegs sumars og einhvern veginn byrjar að koma smá ljósglæta inn í mig. Þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum stoppaði ég og það var eins og ég fengi þrumu í líkama minn af ljósi og ég fann að það var eitthvað meira við lífið,“ segir Kristinn. Sneri lífinu við á sex mánuðum Hann hafi á þessu augnabliki ákveðið að skipta um takt. Þarna hafi kviknað von um betra líf. „Ég fór í ham. Brunaði heim og eyddi öllum tölvuleikjunum mínum og ákvað að gefa sjálfum mér einn séns. Ég ákvað að gefa mér eitt ár í viðbót og byrjaði að „gúgla” leiðir til að læra að tala við fólk, grennast og verða betri.“ Sumarið hafi hann eins og óður maður sankað að sér öllu efni sem snúið hafi að því að bæta sig. „Svo byrjaði ég að fá jákvæð viðbrögð frá fólki og setti sjálfum mér fleiri og fleiri áskoranir til að bæta mig. Á 6 mánuðum sneri ég lífi mínu gjörsamlega við og var orðinn hamingjusamur haustið eftir að ég hafði ætlað að drepa mig.“ Kristinn, sem er á 25. aldursári sendir skilaboð til þeirra sem eru á svipuðum stað og hann var á þegar dalurinn var dýpstur. „Ég myndi segja viðkomandi að lífið er leikur alveg eins og í tölvuleikjum eða því sem fer fram í gegnum skjáinn. Það er hægt að færa athyglina yfir á að bæta sig stöðugt í alvöru leiknum sem er lífið og þá fær maður miklu stærri verðlaun en með því að bæta sig í tölvuleikjum. Ég veit að það getur verið erfitt að hætta einhverju sem maður er fíkinn í, en það er hægt að byrja á að taka eitt skref í einu og vinna sig hægt og rólega inn í betri líðan.“ Of upptekin af áliti annarra Kristinn hefur kafað dýpra ofan í andlega og líkamlega heilsu en flestir. Hann stofnaði nýlega fyrirtækið Holistic sem einblínir á heildræna heilsu. Hann segir fyrsta skrefið í öllu vera að fá skýrleika um stöðuna eins og hún er: „Það fyrsta sem allir verða að spyrja sig er hvað þeir raunverulega vilja. Það er erfitt að finna hvatninguna til að gera breytingar ef maður veit ekkert hvert maður er að fara. Hver er framtíðarsýn þín? Hvernig viltu að samskiptin við fólkið þitt séu? Hvernig viltu að heilsa þín sé? Hvernig viltu að dagurinn þinn líti út? Og svo framvegis. Fólk fær oft hugmyndir og ætlar að breyta öllu í einu af því að það er með samviskubit, en veit svo ekkert hvert það er að fara. Það mikilvægasta af öllu er að fara í rétta átt og gefa sér tíma í að sjá það skýrt, frekar en að fara hratt og átta sig svo á því síðar að maður er að fara í vitlausa átt.“ Kristinn hvetur fólk til að vera það sjálft. Ekki láta stjórnast af áliti annarra. Hvað myndi gerast ef þú myndir vakna á morgun og þér væri alveg sama hvað öðrum fyndist og þú myndir bara hlusta á þína eigin rödd. Hvernig myndir þú klæða þig? Hvað myndir þú vinna við? Hvað myndir þú vilja gera við lífið þitt? Ef þú færir út úr þægindarammanum og myndir mæta ótta þínum, gæti verið að stórkostlegir hlutir myndu gerast? Ég trúi því að við komum öll hingað sem sálir í mannslíkama og við erum með hjarta. Ef við náum að hlusta á hjartað okkar nógu vel munum við finna hlutina sem okkur er ætlað að gera. Við komum ekki hingað til að passa inn í einhvern ramma. Við erum öll með gjafir innra með okkur, en því miður taka flestir þessari gjafir með sér í gröfina, án þess að ná að deila þeim. Allt af ótta við að vera hafnað.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira