Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2022 13:01 Inter þarf á sigri að halda gegn Barcelona í kvöld. vísir/Getty Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira