Ógnvænleg tölfræði Haaland vekur athygli Atli Arason skrifar 3. október 2022 19:45 Erling Haaland, leikmaður Manchester City, virðist vera óstöðvandi í upphafi tímabils. Getty Images Erling Haaland, leikmaður Manchester City, hefur verið óstöðvandi í upphafi leiktímabils í ensku úrvalsdeildinni. Með álíka áframhaldi mun Norðmaðurinn bæta öll helstu markamet deildarinnar. Í fyrstu átta leikjum tímabilsins hefur Haaland skorað 14 mörk og þar á meðal þrjár þrennur en enginn leikmaður hefur náð þremur þrennur á eins skömmum tíma. Michael Owen átti fyrra metið en Owen skoraði þrjár þrennur í 48 leikjum. Haaland er einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu í þremur heimaleikjum í röð. Haaland er nú þegar með helmingi fleiri mörk en næst markahæsti leikmaður deildarinnar, Harry Kane, sem hefur skorað sjö mörk fyrir Tottenham. Einungis fimm lið í úrvalsdeildinni hafa skorað fleiri mörk en Haaland hefur gert á tímabilinu. Aðeins Arsenal, Tottenham, Liverpool, Brentford og Manchester City hafa komið boltanum oftar í netið en Haaland hefur gert til þessa. Í fimm stærstu deildum Evrópu eru aðeins 25 af 98 liðum sem hafa skorað fleiri mörk á tímabilinu en Haaland hefur gert til þessa, rétt rúmlega fjórðungur allra stærstu liða í Evrópu. Erling Haaland hefur skorað í öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar til þessa, að leiknum gegn Bournemouth í 2. umferð frátöldum. Jamie Vardy á metið yfir mörk í flestum leikjum í röð, alls 11 leikir í röð sem Vardy skoraði í. Haaland þarf því að skora í næstu fimm leikjum í röð til að jafna árangur Vardy en Manchester City á leiki gegn Southampton, Liverpool, Brighton, Leicester og Fulham í næstu fimm umferðum. Stóru metin Það sem sumir velta fyrir sér núna er hvort Haaland gæti slegið markamet Alan Shearer í ensku úrvalsdeildinni. Shearer skoraði 260 mörk í 441 leik sem gerir tæplega 0,6 mörk í leik. Til samanburðar er Haaland með 1,75 mörk á leik til þessa í átta leikjum. Kevin Philips á markametið yfir flest mörk á einu tímabili, á jómfrúar tímabili í úrvalsdeildinni. Philips skoraði 30 mörk fyrir Sunderland á sínu fyrsta leiktímabili 1999/00. Haaland er nánast kominn með helminginn af markafjölda Philips þegar einungis fjórðungur er liðinn af tímabilinu. Andy Cole og Alan Shearer deila markametinu yfir flest mörk á einu tímabili. Cole skoraði 34 mörk tímabilið 1993/94 á meðan Shearer gerði jafn mörg mörk tímabilið 1994/95. Leiktímabilin í þá tíð voru 42 leikir en Mohamed Salah á markametið á 38 leikja tímabili. Salah skoraði 32 mörk tímabilið 2017/18. Markahlutföll Cole og Shearer á þessum met árum voru 0,8 mörk á leik yfir tímabilið á meðan markahlutfall Salah stendur í 0,85 mörk á leik. Ef Haaland heldur þessu sama markahlutfalli upp á 1,75 mörk á leik á þessu tímabili, mun hann alls skora 66,5 mörk í ensku úrvalsdeildinni ef hann spilar alla 38 leikina. Sergio Aguero Sergio Aguero, fyrrum leikmaður Manchester City, á þrjú markamet sem arftaki hans, Erling Haaland, gæti bætt með sama áframhaldi. Aguero skoraði 184 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er markahæsti útlendingurinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Mörkin 184 gerði Aguero í 275 leikjum, eða 0,67 mörk á leik. Sergio Aguero er fimmti markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk.Getty Images Aguero er einnig markahæsti leikmaður í sögu Manchester City. Með markahlutfalli upp á 1,75 mun Haaland bæta met Aguero í næstu 98 leikjum. Aguero á einnig metið yfir flestar þrennur í ensku úrvalsdeildinni en Aguero gerði alls 12 þrennur á sínum tíma eða eina þrennu á 22,92 leikja fresti. Haaland hefur á sama tíma gert þrjár þrennur í átta leikjum sem gerir þrennu á 2,68 leikja fresti. Alan Shearer á metið yfir flestar þrennu á einu tímabili en Shearer skoraði fimm þrennur tímabilið 1995/96. Meiðslavandræði Haaland virðist vera á vegferð til að bæta öll markamet úrvalsdeildarinnar. Ef varnarmönnum deildarinnar ná ekki að stöðva Haaland þá gætu hins vegar meiðslavandræði hans gert það. Frá maí 2020 hefur Haaland misst af 29 leikjum vegna vandamála í bæði hné og vöðvum. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði í upphafi tímabils að Haaland gæti ekki spilað alla leiki fyrir félagið. Hingað til hefur Haaland þó tekið þátt í öllum leikjum City á tímabilinu, í öllum keppnum. Þrátt fyrir frábæra byrjun á tímabilinu hjá framherjanum mun framtíðin ein og sér leiða í ljós hvort Haaland fullnægir þeim væntingum sem hafa verið settar á hans herðar. Tölfræði Haaland í fyrstu 100 leikjum í Evrópu í samanburði við bestu markaskorara leiksins frá upphafi.Sky Sports Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. 3. október 2022 08:01 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Haaland sá fyrsti frá Noregi til að vera valinn Erling Haaland var strax í fyrstu tilraun valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda hefur hann byrjað leiktíðina stórkostlega með Manchester City. 16. september 2022 12:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Í fyrstu átta leikjum tímabilsins hefur Haaland skorað 14 mörk og þar á meðal þrjár þrennur en enginn leikmaður hefur náð þremur þrennur á eins skömmum tíma. Michael Owen átti fyrra metið en Owen skoraði þrjár þrennur í 48 leikjum. Haaland er einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu í þremur heimaleikjum í röð. Haaland er nú þegar með helmingi fleiri mörk en næst markahæsti leikmaður deildarinnar, Harry Kane, sem hefur skorað sjö mörk fyrir Tottenham. Einungis fimm lið í úrvalsdeildinni hafa skorað fleiri mörk en Haaland hefur gert á tímabilinu. Aðeins Arsenal, Tottenham, Liverpool, Brentford og Manchester City hafa komið boltanum oftar í netið en Haaland hefur gert til þessa. Í fimm stærstu deildum Evrópu eru aðeins 25 af 98 liðum sem hafa skorað fleiri mörk á tímabilinu en Haaland hefur gert til þessa, rétt rúmlega fjórðungur allra stærstu liða í Evrópu. Erling Haaland hefur skorað í öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar til þessa, að leiknum gegn Bournemouth í 2. umferð frátöldum. Jamie Vardy á metið yfir mörk í flestum leikjum í röð, alls 11 leikir í röð sem Vardy skoraði í. Haaland þarf því að skora í næstu fimm leikjum í röð til að jafna árangur Vardy en Manchester City á leiki gegn Southampton, Liverpool, Brighton, Leicester og Fulham í næstu fimm umferðum. Stóru metin Það sem sumir velta fyrir sér núna er hvort Haaland gæti slegið markamet Alan Shearer í ensku úrvalsdeildinni. Shearer skoraði 260 mörk í 441 leik sem gerir tæplega 0,6 mörk í leik. Til samanburðar er Haaland með 1,75 mörk á leik til þessa í átta leikjum. Kevin Philips á markametið yfir flest mörk á einu tímabili, á jómfrúar tímabili í úrvalsdeildinni. Philips skoraði 30 mörk fyrir Sunderland á sínu fyrsta leiktímabili 1999/00. Haaland er nánast kominn með helminginn af markafjölda Philips þegar einungis fjórðungur er liðinn af tímabilinu. Andy Cole og Alan Shearer deila markametinu yfir flest mörk á einu tímabili. Cole skoraði 34 mörk tímabilið 1993/94 á meðan Shearer gerði jafn mörg mörk tímabilið 1994/95. Leiktímabilin í þá tíð voru 42 leikir en Mohamed Salah á markametið á 38 leikja tímabili. Salah skoraði 32 mörk tímabilið 2017/18. Markahlutföll Cole og Shearer á þessum met árum voru 0,8 mörk á leik yfir tímabilið á meðan markahlutfall Salah stendur í 0,85 mörk á leik. Ef Haaland heldur þessu sama markahlutfalli upp á 1,75 mörk á leik á þessu tímabili, mun hann alls skora 66,5 mörk í ensku úrvalsdeildinni ef hann spilar alla 38 leikina. Sergio Aguero Sergio Aguero, fyrrum leikmaður Manchester City, á þrjú markamet sem arftaki hans, Erling Haaland, gæti bætt með sama áframhaldi. Aguero skoraði 184 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er markahæsti útlendingurinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Mörkin 184 gerði Aguero í 275 leikjum, eða 0,67 mörk á leik. Sergio Aguero er fimmti markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk.Getty Images Aguero er einnig markahæsti leikmaður í sögu Manchester City. Með markahlutfalli upp á 1,75 mun Haaland bæta met Aguero í næstu 98 leikjum. Aguero á einnig metið yfir flestar þrennur í ensku úrvalsdeildinni en Aguero gerði alls 12 þrennur á sínum tíma eða eina þrennu á 22,92 leikja fresti. Haaland hefur á sama tíma gert þrjár þrennur í átta leikjum sem gerir þrennu á 2,68 leikja fresti. Alan Shearer á metið yfir flestar þrennu á einu tímabili en Shearer skoraði fimm þrennur tímabilið 1995/96. Meiðslavandræði Haaland virðist vera á vegferð til að bæta öll markamet úrvalsdeildarinnar. Ef varnarmönnum deildarinnar ná ekki að stöðva Haaland þá gætu hins vegar meiðslavandræði hans gert það. Frá maí 2020 hefur Haaland misst af 29 leikjum vegna vandamála í bæði hné og vöðvum. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði í upphafi tímabils að Haaland gæti ekki spilað alla leiki fyrir félagið. Hingað til hefur Haaland þó tekið þátt í öllum leikjum City á tímabilinu, í öllum keppnum. Þrátt fyrir frábæra byrjun á tímabilinu hjá framherjanum mun framtíðin ein og sér leiða í ljós hvort Haaland fullnægir þeim væntingum sem hafa verið settar á hans herðar. Tölfræði Haaland í fyrstu 100 leikjum í Evrópu í samanburði við bestu markaskorara leiksins frá upphafi.Sky Sports
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. 3. október 2022 08:01 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Haaland sá fyrsti frá Noregi til að vera valinn Erling Haaland var strax í fyrstu tilraun valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda hefur hann byrjað leiktíðina stórkostlega með Manchester City. 16. september 2022 12:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02
Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. 3. október 2022 08:01
Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51
Haaland sá fyrsti frá Noregi til að vera valinn Erling Haaland var strax í fyrstu tilraun valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda hefur hann byrjað leiktíðina stórkostlega með Manchester City. 16. september 2022 12:00