Segir fararstjóra starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um kynbundið ofbeldi Árni Sæberg skrifar 3. október 2022 18:32 Kristín I. Pálsdóttir krefur stjórn Ferðafélags Íslands svara. Sigrún Valbergsdóttir er nýr forseti félagsins. Vísir Félagskona í Ferðafélagi Íslands krefur stjórn félagsins svara á því hvers vegna maður, sem hún hefur vitneskju um að ítrekað hafi verið kvartað yfir vegna kynbundins ofbeldis, fái að starfa áfram sem fararstjóri á vegum félagsins. Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar og félagskona í Ferðafélagi Íslands, sendi stjórn Ferðafélagsins bréf í dag þar sem hún krefur stjórnina svara á því sem hún kallar ömurlegt bréf sem stjórnin sendi frá sér varðandi brotthvarf Önnu Dóru Sæþórsdóttur úr stóli forseta félagsins. Þá spyr hún einnig hvers vegna Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóri hjá SÁÁ, fái að starfa áfram sem fararstjóri hjá FÍ þrátt fyrir að fjöldi kvartana hafi borist vegna hegðunar hans í ferðum á vegum félagsins og í öðrum störfum. Kristín segist, í færslu á Facebook, sjá sig knúna til að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum yfir viðbrögðum stjórnar við yfirlýsingu Önnu Dóru Sæþórsdóttur fyrrverandi forseta félagsins. Anna Dóra hafi skapað sér gott orð í öllum sínum störfum og að yfirlýsing hennar og afsögn hefði átt að kalla á miklu faglegri og virðingarfyllri viðbrögð. Nýr forseti félagsins, Sigrún Valbergsdóttir, sendi á dögunum frá sér tilkynningu stílaða á félaga FÍ. Þar kemur meðal annars fram að vegna ólýðræðislegra vinnubragða Önnu Dóru Sæþórsdóttur hafi öll stjórnun verið komin í óefni. Lítill skilningur innan stjórnarinnar Kristín segir ljóst af yfirlýsingu Sigrúnar að lítill skilningur sé hjá þeim sem eftir sitja í stjórn á ofbeldismálum og afleiðingum þess þegar ekki er tekið á slíkum málum á markvissan hátt með hag þolenda í huga. „Í stað þessa að sýna þolendum fararstjóra félagsins, sem ég veit að eru þónokkrir, þá virðingu að sinna þessum málum af kostgæfni virðist sem samhygðin liggi hjá þeim sem næst standa stjórnarmönnunum, þ.e. gerendum sem sumir virðast hafa fengið ný tækifæri til brjóta af sér,“ segir Kristín. Þá segir hún að markmið allra félagasamtaka sé að vinna að almannahagsmunum en að af viðbrögðum stjórnar FÍ mætti ætla að tilgangur hennar væri að gæta eigin hagsmuna. Hafi ekki fengið nein svör eftir alvarlegt atvik Sem áður segir krefur Kristín stjórnina svara á því hvers vegna Hjalti Þór Björnsson fái enn að stýra ferðum á vegum Ferðafélags Íslands þrátt fyrir að fjöldi kvartana hafi borist stjórn félaga vegna hans. Í samtali við Vísi segir Kristín að kvartanir vegna Hjalta hafi tengst kynbundnu ofbeldi af hans hálfu. Hjalti Þór Björnsson er fararstjóri og sjálfstætt starfandi áfengisráðgjafi.Ferðafélag Íslands „Ég talaði við einn þolanda hans um helgina og sú kona sendi inn formlega kvörtun vegna mjög alvarlegs atviks í ferð með honum fyrir nokkrum árum en fékk aldrei svar frá félaginu,“ segir í bréfi Kristínar til stjórnar FÍ. Í samtali við Vísi segist Kristín gefa lítið fyrir fullyrðingar nýs formanns félagsins þess efnis að aðeins sex mál sem varða kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi eða einelti hafi komið á borð stjórnar félagsins síðastliðin fimm ár. Hún hafi sjálf vitneskju um að fleiri kvartanir hafi borist stjórninni og við þeim hafi ekki fengist nein svör og að þær hafi ekki farið í neitt ferli. Landlæknir hafi ekki heldur hlustað á kvartanir Í bréfi sínu til stjórnar FÍ segir Kristín að henni hafi borist fjöldi sagna af hegðun Hjalta Þórs á öðrum starfsvettvangi. Hún hafi rætt við þolanda Hjalta Þórs sem kvartaði undan honum til landlæknis. Í samtali við Vísi segir Kristín að sá starfsvettvangur hafi verið áfengisráðgjöf og stjórnun innan SÁÁ. Hann var á dögunum rekinn frá samtökunum eftir að nýr framkvæmdarstjóri tók við störfum og starfar nú sjálfstætt sem áfengisráðgjafi. Sjálf er Kristín talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, félags um velferð og lífsgæði kvenna. Markmið Rótarinnar er meðal annars að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda. Hún segir Hjalta Þór meðal annars hafa verið yfir ráðgjafanámi hjá SÁÁ og verið dagskrárstjóri samtakanna. Kristín segir fjölda kvenna hafa kvartað vegna kynbundins ofbeldis af hendi Hjalta Þór, meðal annars til landlæknis. Landlæknir hafi ekki tekið á máli þolanda hans sem Kristín ræddi við um helgina. Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar og félagskona í Ferðafélagi Íslands, sendi stjórn Ferðafélagsins bréf í dag þar sem hún krefur stjórnina svara á því sem hún kallar ömurlegt bréf sem stjórnin sendi frá sér varðandi brotthvarf Önnu Dóru Sæþórsdóttur úr stóli forseta félagsins. Þá spyr hún einnig hvers vegna Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóri hjá SÁÁ, fái að starfa áfram sem fararstjóri hjá FÍ þrátt fyrir að fjöldi kvartana hafi borist vegna hegðunar hans í ferðum á vegum félagsins og í öðrum störfum. Kristín segist, í færslu á Facebook, sjá sig knúna til að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum yfir viðbrögðum stjórnar við yfirlýsingu Önnu Dóru Sæþórsdóttur fyrrverandi forseta félagsins. Anna Dóra hafi skapað sér gott orð í öllum sínum störfum og að yfirlýsing hennar og afsögn hefði átt að kalla á miklu faglegri og virðingarfyllri viðbrögð. Nýr forseti félagsins, Sigrún Valbergsdóttir, sendi á dögunum frá sér tilkynningu stílaða á félaga FÍ. Þar kemur meðal annars fram að vegna ólýðræðislegra vinnubragða Önnu Dóru Sæþórsdóttur hafi öll stjórnun verið komin í óefni. Lítill skilningur innan stjórnarinnar Kristín segir ljóst af yfirlýsingu Sigrúnar að lítill skilningur sé hjá þeim sem eftir sitja í stjórn á ofbeldismálum og afleiðingum þess þegar ekki er tekið á slíkum málum á markvissan hátt með hag þolenda í huga. „Í stað þessa að sýna þolendum fararstjóra félagsins, sem ég veit að eru þónokkrir, þá virðingu að sinna þessum málum af kostgæfni virðist sem samhygðin liggi hjá þeim sem næst standa stjórnarmönnunum, þ.e. gerendum sem sumir virðast hafa fengið ný tækifæri til brjóta af sér,“ segir Kristín. Þá segir hún að markmið allra félagasamtaka sé að vinna að almannahagsmunum en að af viðbrögðum stjórnar FÍ mætti ætla að tilgangur hennar væri að gæta eigin hagsmuna. Hafi ekki fengið nein svör eftir alvarlegt atvik Sem áður segir krefur Kristín stjórnina svara á því hvers vegna Hjalti Þór Björnsson fái enn að stýra ferðum á vegum Ferðafélags Íslands þrátt fyrir að fjöldi kvartana hafi borist stjórn félaga vegna hans. Í samtali við Vísi segir Kristín að kvartanir vegna Hjalta hafi tengst kynbundnu ofbeldi af hans hálfu. Hjalti Þór Björnsson er fararstjóri og sjálfstætt starfandi áfengisráðgjafi.Ferðafélag Íslands „Ég talaði við einn þolanda hans um helgina og sú kona sendi inn formlega kvörtun vegna mjög alvarlegs atviks í ferð með honum fyrir nokkrum árum en fékk aldrei svar frá félaginu,“ segir í bréfi Kristínar til stjórnar FÍ. Í samtali við Vísi segist Kristín gefa lítið fyrir fullyrðingar nýs formanns félagsins þess efnis að aðeins sex mál sem varða kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi eða einelti hafi komið á borð stjórnar félagsins síðastliðin fimm ár. Hún hafi sjálf vitneskju um að fleiri kvartanir hafi borist stjórninni og við þeim hafi ekki fengist nein svör og að þær hafi ekki farið í neitt ferli. Landlæknir hafi ekki heldur hlustað á kvartanir Í bréfi sínu til stjórnar FÍ segir Kristín að henni hafi borist fjöldi sagna af hegðun Hjalta Þórs á öðrum starfsvettvangi. Hún hafi rætt við þolanda Hjalta Þórs sem kvartaði undan honum til landlæknis. Í samtali við Vísi segir Kristín að sá starfsvettvangur hafi verið áfengisráðgjöf og stjórnun innan SÁÁ. Hann var á dögunum rekinn frá samtökunum eftir að nýr framkvæmdarstjóri tók við störfum og starfar nú sjálfstætt sem áfengisráðgjafi. Sjálf er Kristín talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, félags um velferð og lífsgæði kvenna. Markmið Rótarinnar er meðal annars að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda. Hún segir Hjalta Þór meðal annars hafa verið yfir ráðgjafanámi hjá SÁÁ og verið dagskrárstjóri samtakanna. Kristín segir fjölda kvenna hafa kvartað vegna kynbundins ofbeldis af hendi Hjalta Þór, meðal annars til landlæknis. Landlæknir hafi ekki tekið á máli þolanda hans sem Kristín ræddi við um helgina.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent