Segir fararstjóra starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um kynbundið ofbeldi Árni Sæberg skrifar 3. október 2022 18:32 Kristín I. Pálsdóttir krefur stjórn Ferðafélags Íslands svara. Sigrún Valbergsdóttir er nýr forseti félagsins. Vísir Félagskona í Ferðafélagi Íslands krefur stjórn félagsins svara á því hvers vegna maður, sem hún hefur vitneskju um að ítrekað hafi verið kvartað yfir vegna kynbundins ofbeldis, fái að starfa áfram sem fararstjóri á vegum félagsins. Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar og félagskona í Ferðafélagi Íslands, sendi stjórn Ferðafélagsins bréf í dag þar sem hún krefur stjórnina svara á því sem hún kallar ömurlegt bréf sem stjórnin sendi frá sér varðandi brotthvarf Önnu Dóru Sæþórsdóttur úr stóli forseta félagsins. Þá spyr hún einnig hvers vegna Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóri hjá SÁÁ, fái að starfa áfram sem fararstjóri hjá FÍ þrátt fyrir að fjöldi kvartana hafi borist vegna hegðunar hans í ferðum á vegum félagsins og í öðrum störfum. Kristín segist, í færslu á Facebook, sjá sig knúna til að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum yfir viðbrögðum stjórnar við yfirlýsingu Önnu Dóru Sæþórsdóttur fyrrverandi forseta félagsins. Anna Dóra hafi skapað sér gott orð í öllum sínum störfum og að yfirlýsing hennar og afsögn hefði átt að kalla á miklu faglegri og virðingarfyllri viðbrögð. Nýr forseti félagsins, Sigrún Valbergsdóttir, sendi á dögunum frá sér tilkynningu stílaða á félaga FÍ. Þar kemur meðal annars fram að vegna ólýðræðislegra vinnubragða Önnu Dóru Sæþórsdóttur hafi öll stjórnun verið komin í óefni. Lítill skilningur innan stjórnarinnar Kristín segir ljóst af yfirlýsingu Sigrúnar að lítill skilningur sé hjá þeim sem eftir sitja í stjórn á ofbeldismálum og afleiðingum þess þegar ekki er tekið á slíkum málum á markvissan hátt með hag þolenda í huga. „Í stað þessa að sýna þolendum fararstjóra félagsins, sem ég veit að eru þónokkrir, þá virðingu að sinna þessum málum af kostgæfni virðist sem samhygðin liggi hjá þeim sem næst standa stjórnarmönnunum, þ.e. gerendum sem sumir virðast hafa fengið ný tækifæri til brjóta af sér,“ segir Kristín. Þá segir hún að markmið allra félagasamtaka sé að vinna að almannahagsmunum en að af viðbrögðum stjórnar FÍ mætti ætla að tilgangur hennar væri að gæta eigin hagsmuna. Hafi ekki fengið nein svör eftir alvarlegt atvik Sem áður segir krefur Kristín stjórnina svara á því hvers vegna Hjalti Þór Björnsson fái enn að stýra ferðum á vegum Ferðafélags Íslands þrátt fyrir að fjöldi kvartana hafi borist stjórn félaga vegna hans. Í samtali við Vísi segir Kristín að kvartanir vegna Hjalta hafi tengst kynbundnu ofbeldi af hans hálfu. Hjalti Þór Björnsson er fararstjóri og sjálfstætt starfandi áfengisráðgjafi.Ferðafélag Íslands „Ég talaði við einn þolanda hans um helgina og sú kona sendi inn formlega kvörtun vegna mjög alvarlegs atviks í ferð með honum fyrir nokkrum árum en fékk aldrei svar frá félaginu,“ segir í bréfi Kristínar til stjórnar FÍ. Í samtali við Vísi segist Kristín gefa lítið fyrir fullyrðingar nýs formanns félagsins þess efnis að aðeins sex mál sem varða kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi eða einelti hafi komið á borð stjórnar félagsins síðastliðin fimm ár. Hún hafi sjálf vitneskju um að fleiri kvartanir hafi borist stjórninni og við þeim hafi ekki fengist nein svör og að þær hafi ekki farið í neitt ferli. Landlæknir hafi ekki heldur hlustað á kvartanir Í bréfi sínu til stjórnar FÍ segir Kristín að henni hafi borist fjöldi sagna af hegðun Hjalta Þórs á öðrum starfsvettvangi. Hún hafi rætt við þolanda Hjalta Þórs sem kvartaði undan honum til landlæknis. Í samtali við Vísi segir Kristín að sá starfsvettvangur hafi verið áfengisráðgjöf og stjórnun innan SÁÁ. Hann var á dögunum rekinn frá samtökunum eftir að nýr framkvæmdarstjóri tók við störfum og starfar nú sjálfstætt sem áfengisráðgjafi. Sjálf er Kristín talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, félags um velferð og lífsgæði kvenna. Markmið Rótarinnar er meðal annars að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda. Hún segir Hjalta Þór meðal annars hafa verið yfir ráðgjafanámi hjá SÁÁ og verið dagskrárstjóri samtakanna. Kristín segir fjölda kvenna hafa kvartað vegna kynbundins ofbeldis af hendi Hjalta Þór, meðal annars til landlæknis. Landlæknir hafi ekki tekið á máli þolanda hans sem Kristín ræddi við um helgina. Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar og félagskona í Ferðafélagi Íslands, sendi stjórn Ferðafélagsins bréf í dag þar sem hún krefur stjórnina svara á því sem hún kallar ömurlegt bréf sem stjórnin sendi frá sér varðandi brotthvarf Önnu Dóru Sæþórsdóttur úr stóli forseta félagsins. Þá spyr hún einnig hvers vegna Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóri hjá SÁÁ, fái að starfa áfram sem fararstjóri hjá FÍ þrátt fyrir að fjöldi kvartana hafi borist vegna hegðunar hans í ferðum á vegum félagsins og í öðrum störfum. Kristín segist, í færslu á Facebook, sjá sig knúna til að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum yfir viðbrögðum stjórnar við yfirlýsingu Önnu Dóru Sæþórsdóttur fyrrverandi forseta félagsins. Anna Dóra hafi skapað sér gott orð í öllum sínum störfum og að yfirlýsing hennar og afsögn hefði átt að kalla á miklu faglegri og virðingarfyllri viðbrögð. Nýr forseti félagsins, Sigrún Valbergsdóttir, sendi á dögunum frá sér tilkynningu stílaða á félaga FÍ. Þar kemur meðal annars fram að vegna ólýðræðislegra vinnubragða Önnu Dóru Sæþórsdóttur hafi öll stjórnun verið komin í óefni. Lítill skilningur innan stjórnarinnar Kristín segir ljóst af yfirlýsingu Sigrúnar að lítill skilningur sé hjá þeim sem eftir sitja í stjórn á ofbeldismálum og afleiðingum þess þegar ekki er tekið á slíkum málum á markvissan hátt með hag þolenda í huga. „Í stað þessa að sýna þolendum fararstjóra félagsins, sem ég veit að eru þónokkrir, þá virðingu að sinna þessum málum af kostgæfni virðist sem samhygðin liggi hjá þeim sem næst standa stjórnarmönnunum, þ.e. gerendum sem sumir virðast hafa fengið ný tækifæri til brjóta af sér,“ segir Kristín. Þá segir hún að markmið allra félagasamtaka sé að vinna að almannahagsmunum en að af viðbrögðum stjórnar FÍ mætti ætla að tilgangur hennar væri að gæta eigin hagsmuna. Hafi ekki fengið nein svör eftir alvarlegt atvik Sem áður segir krefur Kristín stjórnina svara á því hvers vegna Hjalti Þór Björnsson fái enn að stýra ferðum á vegum Ferðafélags Íslands þrátt fyrir að fjöldi kvartana hafi borist stjórn félaga vegna hans. Í samtali við Vísi segir Kristín að kvartanir vegna Hjalta hafi tengst kynbundnu ofbeldi af hans hálfu. Hjalti Þór Björnsson er fararstjóri og sjálfstætt starfandi áfengisráðgjafi.Ferðafélag Íslands „Ég talaði við einn þolanda hans um helgina og sú kona sendi inn formlega kvörtun vegna mjög alvarlegs atviks í ferð með honum fyrir nokkrum árum en fékk aldrei svar frá félaginu,“ segir í bréfi Kristínar til stjórnar FÍ. Í samtali við Vísi segist Kristín gefa lítið fyrir fullyrðingar nýs formanns félagsins þess efnis að aðeins sex mál sem varða kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi eða einelti hafi komið á borð stjórnar félagsins síðastliðin fimm ár. Hún hafi sjálf vitneskju um að fleiri kvartanir hafi borist stjórninni og við þeim hafi ekki fengist nein svör og að þær hafi ekki farið í neitt ferli. Landlæknir hafi ekki heldur hlustað á kvartanir Í bréfi sínu til stjórnar FÍ segir Kristín að henni hafi borist fjöldi sagna af hegðun Hjalta Þórs á öðrum starfsvettvangi. Hún hafi rætt við þolanda Hjalta Þórs sem kvartaði undan honum til landlæknis. Í samtali við Vísi segir Kristín að sá starfsvettvangur hafi verið áfengisráðgjöf og stjórnun innan SÁÁ. Hann var á dögunum rekinn frá samtökunum eftir að nýr framkvæmdarstjóri tók við störfum og starfar nú sjálfstætt sem áfengisráðgjafi. Sjálf er Kristín talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, félags um velferð og lífsgæði kvenna. Markmið Rótarinnar er meðal annars að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda. Hún segir Hjalta Þór meðal annars hafa verið yfir ráðgjafanámi hjá SÁÁ og verið dagskrárstjóri samtakanna. Kristín segir fjölda kvenna hafa kvartað vegna kynbundins ofbeldis af hendi Hjalta Þór, meðal annars til landlæknis. Landlæknir hafi ekki tekið á máli þolanda hans sem Kristín ræddi við um helgina.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent