Leikur upp á líf og dauða milli Cooper og Rodgers Atli Arason skrifar 3. október 2022 17:45 Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest og Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City. Samsettt/Getty Images Seinna í kvöld fer fram leikur Leicester City og Nottingham Forest, viðureign sem breskir miðlar fullyrða að verði sá síðasti hjá knattspyrnustjóra annars hvors liðs. Breskir fjölmiðlar fara svo langt að nefna viðureignina ‘El Sackio‘ sem mætti lauslega þýða sem „Sá sem mun taka poka sinn.“ Er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðureign tveggja knattspyrnustjóra fær þetta viðurnefni í breskum fjölmiðlum en leikur Manchester United og Tottenham í október 2021 fékk sama viðurnefni. Þá var Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchester United og Nuno Espirito Santo var knattspyrnustjóri Tottenham. United vann 3-0 og Santo missti starfið sitt í kjölfarið. Eftir jafntefli gegn Brentford í fyrstu umferð hefur Leicester City tapað síðustu sex leikjum í röð sem gerir að verkum að liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Leicester hefur ekki byrjað leiktímabil í efstu deild jafn illa frá árinu 1983 og pressan er því mikill á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester. Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld en það verður í fyrsta skipti síðan í ágúst að Srivaddhanaprabha mætir á leikvöllinn. Einhverjir telja viðveru Srivaddhanaprabha þýða að Rodgers fái sparkið í leikslok ef illa fer. Steve Cooper er knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Þrátt fyrir að Cooper tók við Forest er liðið var í botnsæti næst efstu deildar fyrir rúmlega ári síðan og tókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina eftir 23 ára fjarveru, þá hefur sæti Cooper hitnað gífurlega það sem af er á þessu leiktímabili. Nottingham Forest eyddi u.þ.b. 150 milljónum punda í sumar í 22 nýja leikmenn og stefnan var sett á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Liðið er hins vegar í 19. og næst neðsta sæti með fjögur stig eftir sjö umferðir, sem þykir ekki ásættanlegur árangur. Sigur í kvöld myndi þó lyfta Forest upp úr fallsæti. Í þokkabót er viðureign Leicester og Forest nágrannaslagur sem hvorugt lið má tapa í almennu árferð. Það eru ekki nema tæpir 40 km á milli Leicester og Nottingham sem eykur enn meira á mikilvægi leiksins í kvöld sem hefst á slaginu 19.00. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fara svo langt að nefna viðureignina ‘El Sackio‘ sem mætti lauslega þýða sem „Sá sem mun taka poka sinn.“ Er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðureign tveggja knattspyrnustjóra fær þetta viðurnefni í breskum fjölmiðlum en leikur Manchester United og Tottenham í október 2021 fékk sama viðurnefni. Þá var Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchester United og Nuno Espirito Santo var knattspyrnustjóri Tottenham. United vann 3-0 og Santo missti starfið sitt í kjölfarið. Eftir jafntefli gegn Brentford í fyrstu umferð hefur Leicester City tapað síðustu sex leikjum í röð sem gerir að verkum að liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Leicester hefur ekki byrjað leiktímabil í efstu deild jafn illa frá árinu 1983 og pressan er því mikill á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester. Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld en það verður í fyrsta skipti síðan í ágúst að Srivaddhanaprabha mætir á leikvöllinn. Einhverjir telja viðveru Srivaddhanaprabha þýða að Rodgers fái sparkið í leikslok ef illa fer. Steve Cooper er knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Þrátt fyrir að Cooper tók við Forest er liðið var í botnsæti næst efstu deildar fyrir rúmlega ári síðan og tókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina eftir 23 ára fjarveru, þá hefur sæti Cooper hitnað gífurlega það sem af er á þessu leiktímabili. Nottingham Forest eyddi u.þ.b. 150 milljónum punda í sumar í 22 nýja leikmenn og stefnan var sett á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Liðið er hins vegar í 19. og næst neðsta sæti með fjögur stig eftir sjö umferðir, sem þykir ekki ásættanlegur árangur. Sigur í kvöld myndi þó lyfta Forest upp úr fallsæti. Í þokkabót er viðureign Leicester og Forest nágrannaslagur sem hvorugt lið má tapa í almennu árferð. Það eru ekki nema tæpir 40 km á milli Leicester og Nottingham sem eykur enn meira á mikilvægi leiksins í kvöld sem hefst á slaginu 19.00.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira