Klopp um Núñez: Liðið er ekki að hjálpa honum Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 15:00 Klopp hefur trú á Nunez þó erfiðlega hafi gengið í upphafi tímabils. Peter Byrne/PA Images via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst hafa litlar áhyggjur af úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez þrátt fyrir brösuga byrjun hans í Bítlaborginni. Núñez skoraði í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham. Hann fékk hins vegar að líta rautt spjald strax í næsta leik, í fyrsta leik sínum á Anfield þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Núñez lék aðeins síðustu örfáu mínúturnar í farsakenndu 3-3 jafntefli Liverpool við Brighton um helgina og hefur verið fyrir aftan þá Diogo Jota og Roberto Firmino í goggunarröðinni eftir þriggja leikja bannið sem hann hlaut vegna spjaldsins gegn Crystal Palace. „Auðvitað er hann enn að aðlagast,“ segir Klopp. „Allir tala um leikmenn þegar þeir koma nýir inn og vilja að þeir springi strax út. Stundum gerist það og stundum ekki,“. „Það var nú bara í gær sem við Pep Lijnders [aðstoðarþjálfari Liverpool] sögðum honum að við værum rólegir. Það er mikilvægast í þessari stöðu að hann fari ekki að hafa áhyggjur - og hann lítur ekki út fyrir að hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Klopp, sem segir jafnframt að Núñez hafi spilað svo lítið um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahléinu. Klopp segir þá jafnframt að það sé erfitt fyrir Núñez að sýna sínar bestu hliðar þegar Liverpool-liðið spilar ekki betur en raun ber vitni. Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum. „Liðið er ekki á flugi og það gerir hlutina ekki einfaldari fyrir framherja, sérstaklega ekki fyrir klárara (e. finisher),“ segir Klopp. Áhugavert verður að sjá hvort Núñez spili er Liverpool fær Rangers í heimsókn í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli sínum þar sem það vann Ajax en tapaði fyrir Napoli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Núñez skoraði í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham. Hann fékk hins vegar að líta rautt spjald strax í næsta leik, í fyrsta leik sínum á Anfield þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Núñez lék aðeins síðustu örfáu mínúturnar í farsakenndu 3-3 jafntefli Liverpool við Brighton um helgina og hefur verið fyrir aftan þá Diogo Jota og Roberto Firmino í goggunarröðinni eftir þriggja leikja bannið sem hann hlaut vegna spjaldsins gegn Crystal Palace. „Auðvitað er hann enn að aðlagast,“ segir Klopp. „Allir tala um leikmenn þegar þeir koma nýir inn og vilja að þeir springi strax út. Stundum gerist það og stundum ekki,“. „Það var nú bara í gær sem við Pep Lijnders [aðstoðarþjálfari Liverpool] sögðum honum að við værum rólegir. Það er mikilvægast í þessari stöðu að hann fari ekki að hafa áhyggjur - og hann lítur ekki út fyrir að hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Klopp, sem segir jafnframt að Núñez hafi spilað svo lítið um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahléinu. Klopp segir þá jafnframt að það sé erfitt fyrir Núñez að sýna sínar bestu hliðar þegar Liverpool-liðið spilar ekki betur en raun ber vitni. Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum. „Liðið er ekki á flugi og það gerir hlutina ekki einfaldari fyrir framherja, sérstaklega ekki fyrir klárara (e. finisher),“ segir Klopp. Áhugavert verður að sjá hvort Núñez spili er Liverpool fær Rangers í heimsókn í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli sínum þar sem það vann Ajax en tapaði fyrir Napoli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira