Baráttan gegn verðbólgunni kemur í veg fyrir hækkun skilagjalds Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2022 10:27 Skilagjald var síðast hækkað á síðasta ári, þegar það fór úr sextán krónum í átján. Getty Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið. Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“ Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“
Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Sjá meira
Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23