Baráttan gegn verðbólgunni kemur í veg fyrir hækkun skilagjalds Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2022 10:27 Skilagjald var síðast hækkað á síðasta ári, þegar það fór úr sextán krónum í átján. Getty Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið. Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“ Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“
Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23