Í liði Keflavík voru þau Ragga Holm og Sólborg Guðbrandsdóttir og í liði Þórsara voru þau Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem eru par. Ragga og Þórdís eru saman í sveitinni Reykjavíkurdætur og var hart barist þeirra á milli.
Viðureignin var vægast sagt spennandi og fengu bæði lið mörg stig og gekk þeim vel í keppninni.
Ef þú hefur ekki séð þáttinn á laugardaginn og vilt horfa síðar þá ættir þú ekki að horfa á myndbandið hér að neðan því þar kemur í ljós hvaða lið vann keppnina og komið áfram í 8-liða úrslitin. Í úrslitaspurningunni var spurt um fyrirbæri.