Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2022 08:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ákvað að ráðist yrði samantektina í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra að skipa Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar án þess að auglýsa stöðuna. Vísir/Vilhelm Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. Þetta kemur fram í samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna á umræddu tímabili og voru niðurstöður birtar á vef ráðuneytisins í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ákvað að ráðist yrði í gerð samantektarinnar í kjölfar umdeildrar ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að flytja Hörpu Þórsdóttur úr embætti safnstjóra Listasafns Íslands í embætti þjóðminjavarðar eftir að sú staða losnaði. 334 embættisskipanir Samantektin nær til 334 embættisskipana, en af þeim voru 267 gerðar í kjölfar auglýsingar en í 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti. Í 39 tilfellum af 67 þar sem embættismaður var fluttur í annað embætti, var það gert í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta. „Í samantektinni var embættum skipt í þrjá flokka; ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra í ráðuneytum og aðra embættismenn. Hlutföll milli skipunar í embætti í kjölfar auglýsingar og í kjölfar flutnings eru mismunandi milli tegunda embætta. Hlutfallslega flestir flutningar áttu sér stað þegar skipað var í embætti ráðuneytisstjóra. Alls voru átta ráðuneytisstjórar skipaðir í kjölfar auglýsingar á tímabilinu en ellefu embættismenn voru fluttir í embætti ráðuneytisstjóra. Tveir af þeim flutningum voru gerðir á grundvelli breytinga á skipan ráðuneyta. Stjr Tæplega tveir af hverjum þremur skrifstofustjórum í ráðuneytum hafa verið skipaðir í kjölfar auglýsingar. Hins vegar var flutningur 30 skrifstofustjóra af 38 gerður í tengslum við breytingar á skipan ráðuneyta eða breytinga á innra skipulagi ráðuneyta. Séu þau tilvik dregin frá hafa tæplega 89% skipana skrifstofustjóra í embætti verið gerðar í kjölfar auglýsingar. Stjr Tæplega 92% annarra embættismanna hafa á tímabilinu verið skipaðir í kjölfar auglýsingar. Í 7 af þeim 18 tilfellum þar sem aðrir embættismenn voru fluttir milli embætta var sá flutningur gerður í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana. Í flestum tilvikum var um að ræða flutningsheimild í lögum vegna sameiningar stofnana. Sé litið fram hjá þeim tilvikum er hlutfall skipunar í embætti í kjölfar auglýsingar tæplega 95%. Stjr Í samantektinni er ekki að finna upplýsingar um lögreglumenn en afstaða dómsmálaráðuneytisins er sú að almennt komi ekki til skoðunar að flytja lögreglumenn milli starfsstiga án auglýsingar, nema uppi séu sérstakar aðstæður. Þá var sérstakri flutningsheimild í lögum beitt við endurskipulagningu á embættaskipan lögreglu og sýslumanna 2015 en þá fækkaði m.a. sýslumannsumdæmum úr 24 í 9. Þá var ekki kallað eftir upplýsingum um skipanir dómara í samantekt forsætisráðuneytisins,“ segir á vef forsætisráðuneytisins. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna á umræddu tímabili og voru niðurstöður birtar á vef ráðuneytisins í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ákvað að ráðist yrði í gerð samantektarinnar í kjölfar umdeildrar ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að flytja Hörpu Þórsdóttur úr embætti safnstjóra Listasafns Íslands í embætti þjóðminjavarðar eftir að sú staða losnaði. 334 embættisskipanir Samantektin nær til 334 embættisskipana, en af þeim voru 267 gerðar í kjölfar auglýsingar en í 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti. Í 39 tilfellum af 67 þar sem embættismaður var fluttur í annað embætti, var það gert í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta. „Í samantektinni var embættum skipt í þrjá flokka; ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra í ráðuneytum og aðra embættismenn. Hlutföll milli skipunar í embætti í kjölfar auglýsingar og í kjölfar flutnings eru mismunandi milli tegunda embætta. Hlutfallslega flestir flutningar áttu sér stað þegar skipað var í embætti ráðuneytisstjóra. Alls voru átta ráðuneytisstjórar skipaðir í kjölfar auglýsingar á tímabilinu en ellefu embættismenn voru fluttir í embætti ráðuneytisstjóra. Tveir af þeim flutningum voru gerðir á grundvelli breytinga á skipan ráðuneyta. Stjr Tæplega tveir af hverjum þremur skrifstofustjórum í ráðuneytum hafa verið skipaðir í kjölfar auglýsingar. Hins vegar var flutningur 30 skrifstofustjóra af 38 gerður í tengslum við breytingar á skipan ráðuneyta eða breytinga á innra skipulagi ráðuneyta. Séu þau tilvik dregin frá hafa tæplega 89% skipana skrifstofustjóra í embætti verið gerðar í kjölfar auglýsingar. Stjr Tæplega 92% annarra embættismanna hafa á tímabilinu verið skipaðir í kjölfar auglýsingar. Í 7 af þeim 18 tilfellum þar sem aðrir embættismenn voru fluttir milli embætta var sá flutningur gerður í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana. Í flestum tilvikum var um að ræða flutningsheimild í lögum vegna sameiningar stofnana. Sé litið fram hjá þeim tilvikum er hlutfall skipunar í embætti í kjölfar auglýsingar tæplega 95%. Stjr Í samantektinni er ekki að finna upplýsingar um lögreglumenn en afstaða dómsmálaráðuneytisins er sú að almennt komi ekki til skoðunar að flytja lögreglumenn milli starfsstiga án auglýsingar, nema uppi séu sérstakar aðstæður. Þá var sérstakri flutningsheimild í lögum beitt við endurskipulagningu á embættaskipan lögreglu og sýslumanna 2015 en þá fækkaði m.a. sýslumannsumdæmum úr 24 í 9. Þá var ekki kallað eftir upplýsingum um skipanir dómara í samantekt forsætisráðuneytisins,“ segir á vef forsætisráðuneytisins.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03