Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 08:01 Erling Haaland og Jack Grealish fagna einu af mörkunum þremur sem Norðmaðurinn skoraði í gær. Getty/Michael Regan „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. Hinn 22 ára Haaland hefur komið eins og sannkallaður stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í fótbolta og skorað 14 mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Þar af eru þrjár þrennur, á heimavelli gegn United, Nottingham Forest og Crystal Palace. Hefð er fyrir því í enska boltanum að skori menn þrennu fái þeir að eiga keppnisbolta úr leiknum og er Haaland því strax búinn að eignast þrjá bolta. Norðmaðurinn fékk eiginhandaráritanir frá liðsfélögum sínum á boltann í gær og vakti skemmtileg kveðja frá Laporte sérstaka athygli: „Ég er búinn að skrifa á fleiri bolta út af þrennum hjá þér heldur en á samninga,“ skrifaði Laporte á boltann eins og sjá má hér að neðan. Aymeric @Laporte's message on @ErlingHaaland's match ball: "I have signed more balls for your hat-tricks than contracts." [via @carrusel] https://t.co/f6Fj9dRsm2— City Xtra (@City_Xtra) October 2, 2022 Laporte hélt svo áfram að gantast á samfélagsmiðlum eftir leikinn og sagði ljóst að í því myndi felast umtalsverður kostnaður að Haaland fengi alltaf bolta eftir þrennurnar sínar. This is going to cost a lot of money in foot balls lol https://t.co/8DgApdnu5r— Aymeric Laporte (@Laporte) October 2, 2022 Haaland þurfti aðeins átta leiki til að skora þrjár fyrstu þrennur sínar í ensku úrvalsdeildinni. Á það hefur verið bent til samanburðar að Cristiano Ronaldo, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, hefur skorað jafnmargar þrennur í sínum 232 leikjum í deildinni. Premier League hat tricks:3 Erling Haaland (8 matches)3 Cristiano Ronaldo (232 matches) pic.twitter.com/um8moufg2s— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Ronaldo spilaði í deildinni frá 18-24 ára aldurs og sneri svo aftur fyrir ári síðan, 36 ára gamall. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagðist eftir leikinn í gær hafa haldið Ronaldo á varamannabekknum af „virðingu“ við leikmanninn, í stað þess að láta hann taka þátt í þeirri hálfgerðu jarðarför sem fór fram. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Hinn 22 ára Haaland hefur komið eins og sannkallaður stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í fótbolta og skorað 14 mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Þar af eru þrjár þrennur, á heimavelli gegn United, Nottingham Forest og Crystal Palace. Hefð er fyrir því í enska boltanum að skori menn þrennu fái þeir að eiga keppnisbolta úr leiknum og er Haaland því strax búinn að eignast þrjá bolta. Norðmaðurinn fékk eiginhandaráritanir frá liðsfélögum sínum á boltann í gær og vakti skemmtileg kveðja frá Laporte sérstaka athygli: „Ég er búinn að skrifa á fleiri bolta út af þrennum hjá þér heldur en á samninga,“ skrifaði Laporte á boltann eins og sjá má hér að neðan. Aymeric @Laporte's message on @ErlingHaaland's match ball: "I have signed more balls for your hat-tricks than contracts." [via @carrusel] https://t.co/f6Fj9dRsm2— City Xtra (@City_Xtra) October 2, 2022 Laporte hélt svo áfram að gantast á samfélagsmiðlum eftir leikinn og sagði ljóst að í því myndi felast umtalsverður kostnaður að Haaland fengi alltaf bolta eftir þrennurnar sínar. This is going to cost a lot of money in foot balls lol https://t.co/8DgApdnu5r— Aymeric Laporte (@Laporte) October 2, 2022 Haaland þurfti aðeins átta leiki til að skora þrjár fyrstu þrennur sínar í ensku úrvalsdeildinni. Á það hefur verið bent til samanburðar að Cristiano Ronaldo, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, hefur skorað jafnmargar þrennur í sínum 232 leikjum í deildinni. Premier League hat tricks:3 Erling Haaland (8 matches)3 Cristiano Ronaldo (232 matches) pic.twitter.com/um8moufg2s— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Ronaldo spilaði í deildinni frá 18-24 ára aldurs og sneri svo aftur fyrir ári síðan, 36 ára gamall. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagðist eftir leikinn í gær hafa haldið Ronaldo á varamannabekknum af „virðingu“ við leikmanninn, í stað þess að láta hann taka þátt í þeirri hálfgerðu jarðarför sem fór fram.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02
Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31
Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51