Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 22:51 Forsetakosningarnar í Brasilíu í dag fóru fram samhliða kosningum til þings, bæði í fulltrúa- og öldungadeild. Getty/Andressa Anholete Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. Þegar þetta er skrifað hafa um 50 prósent atkvæða verið talin. Bolsonaro forseti er með rúm 46 prósent þeirra, en Lula tæp 45. Fái enginn frambjóðandi yfir 50 prósent atvkæða í fyrstu umferðinni er blásið til annarrar umferðar þar sem kjósendur geta valið á milli tveggja efstu. Ellefu eru í framboði en lengi hefur verið ljóst að í augum flestra kjósenda væri valið á milli Bolsonaro og Lula. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um kosningarnar kemur þó fram að margt geti enn breyst. Þannig er bent á að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða í Rio og São Paulo, en það eru borgir þar sem Bolsonaro átti góðu gengi að fagna árið 2018. Að sama skapi séu atkvæðatölur frá norðausturhluta landsins, þar sem Lula er alla jafna sterkur á velli. Fari svo að blása þurfi til annarrar umferðar kosninganna myndi hún fara fram sunnudaginn 30. október næstkomandi. Hver sem síðan verður hlutskarpastur í kosningunum mun sverja embættiseið 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum í Brasilíu var líklegra að Lula myndi hafa betur, og jafnvel sigra Bolsonaro strax í fyrstu umferð. Sjálfur hefur Bolsonaro látið í veðri vaka að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, fari þær svo að hann tapi. Þannig hefur hann sáð efasemdarfræjum um heilindi kosninganna og sagt of auðvelt að svindla í rafrænum kosningum, en kosningar í Brasilíu hafa verið það síðan árið 1996. Brasilía Tengdar fréttir Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa um 50 prósent atkvæða verið talin. Bolsonaro forseti er með rúm 46 prósent þeirra, en Lula tæp 45. Fái enginn frambjóðandi yfir 50 prósent atvkæða í fyrstu umferðinni er blásið til annarrar umferðar þar sem kjósendur geta valið á milli tveggja efstu. Ellefu eru í framboði en lengi hefur verið ljóst að í augum flestra kjósenda væri valið á milli Bolsonaro og Lula. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um kosningarnar kemur þó fram að margt geti enn breyst. Þannig er bent á að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða í Rio og São Paulo, en það eru borgir þar sem Bolsonaro átti góðu gengi að fagna árið 2018. Að sama skapi séu atkvæðatölur frá norðausturhluta landsins, þar sem Lula er alla jafna sterkur á velli. Fari svo að blása þurfi til annarrar umferðar kosninganna myndi hún fara fram sunnudaginn 30. október næstkomandi. Hver sem síðan verður hlutskarpastur í kosningunum mun sverja embættiseið 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum í Brasilíu var líklegra að Lula myndi hafa betur, og jafnvel sigra Bolsonaro strax í fyrstu umferð. Sjálfur hefur Bolsonaro látið í veðri vaka að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, fari þær svo að hann tapi. Þannig hefur hann sáð efasemdarfræjum um heilindi kosninganna og sagt of auðvelt að svindla í rafrænum kosningum, en kosningar í Brasilíu hafa verið það síðan árið 1996.
Brasilía Tengdar fréttir Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00