Svipta hulunni af þema Met Gala Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2022 18:00 Met Gala. stærsti tískuviðburður ársins fer fram 1. maí næstkomandi. Þar verður hönnuðurinn Karl Lagerfeld heiðraður. Getty/ Dimitrios Kambouris/Sean Zanni/Patrick McMullan Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. Skipuleggjendur Met Gala tilkynntu í dag að þemað verði Karl Lagerfeld: A Line of Beauty. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans. Hann lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. Karl Lagerfeld var einn þekktasti hönnuður heims. Hvíta hárið og svört sólgleraugun voru hans sérkenni.Getty/Bertland Rindoff Yfir sextíu og fimm ára langur ferill Markmið þemans er að varpa ljósi á þær listrænu aðferðir og þá hátísku hugmyndafræði sem liggur að baki allri hönnun Lagerfelds. Lagerfeld starfaði sem hönnuður í meira en sextíu og fimm ár. Á ferlinum vann hann með mörgum af stærstu tískuhúsum heims, ásamt því að hanna undir sínu eigin merki. Hann gaf út sína síðustu línu árið 2019, árið sem hann lést. View this post on Instagram A post shared by KARL LAGERFELD (@karllagerfeld) Skærustu stjörnurnar í dýrustu flíkunum Viðburðurinn fer alltaf fram á fyrsta mánudegi maí mánaðar á Metropolitian safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Aðeins vel valdar stórstjörnur sem fá boð á viðburðinn. Samhliða viðburðinum mun opna sýning á Metropolitian safninu þar sem um hundrað og fimmtíu flíkur hannaðar af Lagerfeld verða til sýnis. Þrátt fyrir að Met Gala viðburðurinn sjálfur sé aðeins fyrir útvalda, verður sýningin aðgengileg almenningi út júlí. Tíska og hönnun Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Skipuleggjendur Met Gala tilkynntu í dag að þemað verði Karl Lagerfeld: A Line of Beauty. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans. Hann lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. Karl Lagerfeld var einn þekktasti hönnuður heims. Hvíta hárið og svört sólgleraugun voru hans sérkenni.Getty/Bertland Rindoff Yfir sextíu og fimm ára langur ferill Markmið þemans er að varpa ljósi á þær listrænu aðferðir og þá hátísku hugmyndafræði sem liggur að baki allri hönnun Lagerfelds. Lagerfeld starfaði sem hönnuður í meira en sextíu og fimm ár. Á ferlinum vann hann með mörgum af stærstu tískuhúsum heims, ásamt því að hanna undir sínu eigin merki. Hann gaf út sína síðustu línu árið 2019, árið sem hann lést. View this post on Instagram A post shared by KARL LAGERFELD (@karllagerfeld) Skærustu stjörnurnar í dýrustu flíkunum Viðburðurinn fer alltaf fram á fyrsta mánudegi maí mánaðar á Metropolitian safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Aðeins vel valdar stórstjörnur sem fá boð á viðburðinn. Samhliða viðburðinum mun opna sýning á Metropolitian safninu þar sem um hundrað og fimmtíu flíkur hannaðar af Lagerfeld verða til sýnis. Þrátt fyrir að Met Gala viðburðurinn sjálfur sé aðeins fyrir útvalda, verður sýningin aðgengileg almenningi út júlí.
Tíska og hönnun Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira