„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 10:31 Jasmín Erla Ingadóttir og stöllur hennar í Stjörnunni laumuðu sér upp í Evrópusæti í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar og geta tryggt sér sætið á morgun. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta. Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun en ýmsir hafa gagnrýnt það að lokaumferðin skuli leikin klukkan 14 á morgun, rétt áður en stærsti leikur ársins í karlaboltanum fer fram, bikarúrslitaleikur FH og Víkings sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Þannig tekur Jasmín undir gagnrýni Péturs Péturssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, sem í viðtali við Fótbolta.net sagði leikjaniðurröðunina vanvirðingu við kvennafótboltann og það sem leikmenn legðu á sig. Hann óttast að umfjöllun um lokaumferðina verði öll rýrari en ella. „Mér finnst þetta setja stelpurnar rosalega mikið niður. Þær eru búnar að æfa eins og skepnur og gera það vel, oftast á lágum launum. Þær fá ekki einu sinni þá virðingu frá Knattspyrnusambandinu að það sé einhver tími fyrir þær, hvort sem það er í sambandi við umfjöllun eða annað,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvort að einhver hjá KSÍ muni hafa tíma til að mæta og afhenda Valskonum Íslandsmeistarabikarinn. Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir. https://t.co/CVyxJAH4Xu— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) September 29, 2022 Jasmín deildi viðtalinu við Pétur á Twitter og skrifaði: „Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir.“ Lokaumferðin í Bestu deild kvenna verður sýnd á Stöð 2 Sport þar sem meðal annars leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu. Ef Stjarnan vinnur þann leik kemst liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári, en annars er hætta á að Breiðablik komist upp fyrir Stjörnuna. Jasmín og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, eru svo efstar í keppninni um gullskóinn. Jasmín er með 10 mörk og Gyða Kristín níu, en fast á hæla þeirra koma nokkrir leikmenn með átta mörk. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun en ýmsir hafa gagnrýnt það að lokaumferðin skuli leikin klukkan 14 á morgun, rétt áður en stærsti leikur ársins í karlaboltanum fer fram, bikarúrslitaleikur FH og Víkings sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Þannig tekur Jasmín undir gagnrýni Péturs Péturssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, sem í viðtali við Fótbolta.net sagði leikjaniðurröðunina vanvirðingu við kvennafótboltann og það sem leikmenn legðu á sig. Hann óttast að umfjöllun um lokaumferðina verði öll rýrari en ella. „Mér finnst þetta setja stelpurnar rosalega mikið niður. Þær eru búnar að æfa eins og skepnur og gera það vel, oftast á lágum launum. Þær fá ekki einu sinni þá virðingu frá Knattspyrnusambandinu að það sé einhver tími fyrir þær, hvort sem það er í sambandi við umfjöllun eða annað,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvort að einhver hjá KSÍ muni hafa tíma til að mæta og afhenda Valskonum Íslandsmeistarabikarinn. Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir. https://t.co/CVyxJAH4Xu— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) September 29, 2022 Jasmín deildi viðtalinu við Pétur á Twitter og skrifaði: „Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir.“ Lokaumferðin í Bestu deild kvenna verður sýnd á Stöð 2 Sport þar sem meðal annars leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu. Ef Stjarnan vinnur þann leik kemst liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári, en annars er hætta á að Breiðablik komist upp fyrir Stjörnuna. Jasmín og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, eru svo efstar í keppninni um gullskóinn. Jasmín er með 10 mörk og Gyða Kristín níu, en fast á hæla þeirra koma nokkrir leikmenn með átta mörk. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira