„Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2022 12:36 Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna málsins fyrir 3. október næstkomandi. Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða hærra gjald fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi. Almennt verð fyrir árskort í sund og þreksal er 35 þúsund krónur en það kostar fólk sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu 12 þúsund krónur. Sjá nánar: Gjaldskrá sundlaugar standist ekki ákvæði stjórnarskrár Björgvin Njáll Ingólfsson, sem sendi kvörtun til ráðuneytisins, segir augljóst að fyrirkomulagið brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Nýjum sveitarstjóra Iðu Marsibil Jónsdóttur, hefur verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Fréttastofa bar þessa gagnrýni undir Iðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ég er náttúrulega, eins og þú komst inn á áðan, tiltölulega nýtekin við þannig að ég var ekki þegar umræðan sem slík átti sér stað og ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin. Ég veit þó að sveitarstjórnarfólki gengur gott eitt til þegar svona er gert og þetta tíðkast kannski víðar en við höldum. Þá er þetta kannski bara sett upp með öðrum hætti; til dæmis í formi frístundastyrks sem íbúar fá og þá lækka útgjöldin fyrir þessi kort sem samsvarar því,“ segir Iða sveitarstjóri. Þannig snúist málið meira um útfærslu en nokkuð annað. Víða um land séu til dæmis frístundastyrkir og „loftbrú“ sem hafi sama tilgang. Engu að síður muni sveitarstjórnin taka gagnrýnina til skoðunar. „Við munum bara vanda til verka við þessi svör sem við munum senda innviðaráðuneytinu og sjá bara hvað kemur út úr því en við munum að sjálfsögðu skoða þetta. Nú er að fara af stað fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá verður sett upp. Það er aldrei að vita nema þetta breytist í haust en ég vil ekki fullyrða um neitt. Við munum bara skoða þetta og ræða.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða hærra gjald fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi. Almennt verð fyrir árskort í sund og þreksal er 35 þúsund krónur en það kostar fólk sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu 12 þúsund krónur. Sjá nánar: Gjaldskrá sundlaugar standist ekki ákvæði stjórnarskrár Björgvin Njáll Ingólfsson, sem sendi kvörtun til ráðuneytisins, segir augljóst að fyrirkomulagið brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Nýjum sveitarstjóra Iðu Marsibil Jónsdóttur, hefur verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Fréttastofa bar þessa gagnrýni undir Iðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ég er náttúrulega, eins og þú komst inn á áðan, tiltölulega nýtekin við þannig að ég var ekki þegar umræðan sem slík átti sér stað og ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin. Ég veit þó að sveitarstjórnarfólki gengur gott eitt til þegar svona er gert og þetta tíðkast kannski víðar en við höldum. Þá er þetta kannski bara sett upp með öðrum hætti; til dæmis í formi frístundastyrks sem íbúar fá og þá lækka útgjöldin fyrir þessi kort sem samsvarar því,“ segir Iða sveitarstjóri. Þannig snúist málið meira um útfærslu en nokkuð annað. Víða um land séu til dæmis frístundastyrkir og „loftbrú“ sem hafi sama tilgang. Engu að síður muni sveitarstjórnin taka gagnrýnina til skoðunar. „Við munum bara vanda til verka við þessi svör sem við munum senda innviðaráðuneytinu og sjá bara hvað kemur út úr því en við munum að sjálfsögðu skoða þetta. Nú er að fara af stað fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá verður sett upp. Það er aldrei að vita nema þetta breytist í haust en ég vil ekki fullyrða um neitt. Við munum bara skoða þetta og ræða.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00
Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30