Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2022 12:30 Katarska lögreglan hefur undirbúið sig fyrir mótið í Tyrklandi. Þessi mynd er af einni slíkri æfingu. Halil Fidan/Anadolu Agency via Getty Images Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. Katar hefur skyldað katarska borgara til allskyns verkefni tengd heimsmeistaramótinu, þá helst sem snúa að öryggisgæslu á mótinu. Einhverjir verða skikkaðir til að sinna þegnskyldu sinni á meðan aðrir sinna herskyldu. Um er að ræða hundruði katarskra ríkisborgara, þar á meðal diplómata erlendis sem hafa verið kallaðir heim, til að sinna öryggisgæslu í kringum vellina á HM. Margir þeirra sem hafa verið skyldaðir til vinnu fyrir ríkið myndu undir eðlilegum kringumstæðum geta komist undan slíkri skyldu vegna reglna um vinnu sem þykir nauðsynleg samfélaginu. Ákvörðun katarskra yfirvalda undirstrikar því skipulagsvandræðin sem fylgja því að smátt ríki haldi einn stærsta íþróttaviðburð heims. Katörsk yfirvöld hafa þegar hafið þjálfun fólksins sem snýr meðal annars að yfirsjón með röðum í kringum vellina og líkamsleitum sem miða að því að finna áfengi, eiturlyf eða vopn á áhorfendum. 2,8 milljónir búa í Katar, en þar af eru aðeins um 380 þúsund ríkisborgarar. Aðrir eru farandverkamenn, flestir frá Indlandi, Bangladesh og öðrum Asíuríkjum. Búist er við um 1,2 milljónum ferðamanna til landsins í kringum heimsmeistaramótið en Katar hefur þegar samið við Tyrkland um að útvega 3000 sérhæfða óeirðalögreglumenn. HM 2022 í Katar Katar Tengdar fréttir Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31 Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Katar hefur skyldað katarska borgara til allskyns verkefni tengd heimsmeistaramótinu, þá helst sem snúa að öryggisgæslu á mótinu. Einhverjir verða skikkaðir til að sinna þegnskyldu sinni á meðan aðrir sinna herskyldu. Um er að ræða hundruði katarskra ríkisborgara, þar á meðal diplómata erlendis sem hafa verið kallaðir heim, til að sinna öryggisgæslu í kringum vellina á HM. Margir þeirra sem hafa verið skyldaðir til vinnu fyrir ríkið myndu undir eðlilegum kringumstæðum geta komist undan slíkri skyldu vegna reglna um vinnu sem þykir nauðsynleg samfélaginu. Ákvörðun katarskra yfirvalda undirstrikar því skipulagsvandræðin sem fylgja því að smátt ríki haldi einn stærsta íþróttaviðburð heims. Katörsk yfirvöld hafa þegar hafið þjálfun fólksins sem snýr meðal annars að yfirsjón með röðum í kringum vellina og líkamsleitum sem miða að því að finna áfengi, eiturlyf eða vopn á áhorfendum. 2,8 milljónir búa í Katar, en þar af eru aðeins um 380 þúsund ríkisborgarar. Aðrir eru farandverkamenn, flestir frá Indlandi, Bangladesh og öðrum Asíuríkjum. Búist er við um 1,2 milljónum ferðamanna til landsins í kringum heimsmeistaramótið en Katar hefur þegar samið við Tyrkland um að útvega 3000 sérhæfða óeirðalögreglumenn.
HM 2022 í Katar Katar Tengdar fréttir Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31 Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32
Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30