Systir Ronaldos: „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2022 08:00 Katia Aveiro, systir Cristianos Ronaldo, dró hvergi af í gagnrýni sinni á þá sem eru ósáttir við bróður hennar. getty/Alfredo Rocha Systir Cristianos Ronaldo er afar ósátt með stuðningsmenn portúgalska landsliðsins eftir að þeir gagnrýndu bróður hennar. Ronaldo tókst ekki að skora í nýafstaðinni landsleikjahrinu og átti sérstaklega erfitt uppdráttar þegar Portúgal laut í lægra haldi fyrir Spáni, 1-0, í Þjóðadeildinni í fyrradag. Ronaldo fékk nokkuð mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína og ýmsir veltu því fyrir sér hvort hann ætti hreinlega skilið að vera í byrjunarliði Portúgals. Katia Aveiro, systir Ronaldos, tók til varna fyrir bróður sinn og kallaði þá sem dirfðust að gagnrýna hann öllum illum nöfnum. „Hann á fjölskyldu og ástvini sem standa við bakið á honum og verða alltaf, sama hvað,“ skrifaði Aveiro á Instagram. „En þetta kemur mér ekkert á óvart. Portúgalir hrækja á diskinn sem þeir borða af. Þetta hefur alltaf verið svona. Þess vegna truflar það þegar einhver rís upp úr öskunni og breytir hlutum. Alltaf með þér, kóngurinn minn. Slakaðu á.“ Aveiro hélt áfram og ítrekaði að stuðningsmenn Portúgals væru afar vanþakklátir. „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir. Enginn réttir manninum á hnjánum hjálparhönd. Það er grimmilegt. Hann hefur gefið svo mikið og heldur því áfram. Sá sem er á hnjánum er Cristiano Ronaldo og er besti leikmaður heims.“ Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 117 mörk. Hann var fyrirliði portúgalska liðsins sem varð Evrópumeistari 2016 og vann Þjóðadeildina þremur árum síðar. Ronaldo er á leið á sitt fimmta heimsmeistaramót. Portúgalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Ronaldo tókst ekki að skora í nýafstaðinni landsleikjahrinu og átti sérstaklega erfitt uppdráttar þegar Portúgal laut í lægra haldi fyrir Spáni, 1-0, í Þjóðadeildinni í fyrradag. Ronaldo fékk nokkuð mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína og ýmsir veltu því fyrir sér hvort hann ætti hreinlega skilið að vera í byrjunarliði Portúgals. Katia Aveiro, systir Ronaldos, tók til varna fyrir bróður sinn og kallaði þá sem dirfðust að gagnrýna hann öllum illum nöfnum. „Hann á fjölskyldu og ástvini sem standa við bakið á honum og verða alltaf, sama hvað,“ skrifaði Aveiro á Instagram. „En þetta kemur mér ekkert á óvart. Portúgalir hrækja á diskinn sem þeir borða af. Þetta hefur alltaf verið svona. Þess vegna truflar það þegar einhver rís upp úr öskunni og breytir hlutum. Alltaf með þér, kóngurinn minn. Slakaðu á.“ Aveiro hélt áfram og ítrekaði að stuðningsmenn Portúgals væru afar vanþakklátir. „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir. Enginn réttir manninum á hnjánum hjálparhönd. Það er grimmilegt. Hann hefur gefið svo mikið og heldur því áfram. Sá sem er á hnjánum er Cristiano Ronaldo og er besti leikmaður heims.“ Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 117 mörk. Hann var fyrirliði portúgalska liðsins sem varð Evrópumeistari 2016 og vann Þjóðadeildina þremur árum síðar. Ronaldo er á leið á sitt fimmta heimsmeistaramót.
Portúgalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira