Umboðsmaður rapparans segir að hann hafi fundist á baðherbergi vinar síns í Los Angeles og síðar verið úrskurðaður látinn. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað hafi dregið hann til dauða, en að sögn TMZ telja sjúkraliðar sem komu á vettvang að hann kunni að hafa fengið hjartaáfall.
Hann hóf tónlistarferil sinn á níunda áratugnum og sló rækilega í gegn á þeim tíunda.
Coolio, hét Artis Leon Ivey Jr réttu nafni, vann til Grammy-verðlauna fyrir lagið Gangsta's Paradise sem var aðallag kvikmyndarinnar Dangerous Minds frá árinu 1995 sem skartaði Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki.
Lagið hefur notið mikilla vinsælda alla tíð síðan og fór nýlega í milljarð spilana á Spotify.
Ferill Cooilio spannaði um fjóra áratugi og gaf hann út átta plötur. Hann vann til Bandarísku tónlistarverðlaunanna og þriggja MTV-verðlauna. Meðal annarra smella tónlistarmannsins má nefna Fantastic Voyage, Rollin' With My Homies, 1, 2, 3, 4 (Sumpin' New), I See You When You Get There og Too Hot.
This is sad news. I witness first hand this man s grind to the top of the industry. Rest In Peace @Coolio https://t.co/vCeyn08Vsi
— Ice Cube (@icecube) September 29, 2022